Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Bindingur á Tölti ??...

í Hestar fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Mér finnst fimiæfingar virka best á svona hesta. Kenna þeim framfótasnúning fyrst og fara svo að fykra sig í krossgang. Það getur líka verið gott að losa um hestana á rólegu stökki áður en þeir eru krafðir um tölt.

Re: Hugleiðingar um Misþyrmingar

í Gæludýr fyrir 17 árum, 4 mánuðum
:S ég held að ég fari bara að gráta. Það er ekkert eins ógeðslega sjúkt eins og að níðast á litlum og hjálparlausum dýrum.

Re: Hvernig á litinn ?

í Hestar fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég á 3 rauðblesótta og einn brúnann. Svoldið skondið að ég skuli eiga 3 rauðblesótta þar sem það eru bara 4 í stóðinu okkar þannig. Allir hinir eru brúnir, enda er finnst okkur það laaang flottasti liturinn. Takmarkið er að einhvern tíma verði allt stóðir brúnt og svart. Það væri bara svalt.

Re: Jafnvægi

í Hestar fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Það er bara best að sitja skeið berbakt! Maður bara lokast alveg af frá umheiminum og finnst maður sjálfur og hesturinn vera eitt. Það er bara frábært, varla hægt að lýsa því. Ég fæ alltaf gæsahúð og já, þetta er bara ólýsanleg tilfinning.

Re: Jafnvægi

í Hestar fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Ég á heima frekar afskegt á Norðurlandi Vestra:) Næstum því á Vestfjörðum bara. Þetta með að fara mikið berbakt á tryppi er einhvað í sambandi við vöðvauppbyggingu og óþroska. Þau eiga oft eftir að taka út einhvern vöxt og það getur truflað hann að vera að sitja á berbakt á þeim heilu og hálfu dagana. En það er í besta lagi að ríða út berbakt á fullorðnum og hörðnuðum hestum, held að þeir hafi nú bara gott af því. Geri það oft sjálf. Á einn sem er orðinn 21 vetra núna og ég get aldrei lagt...

Re: Jafnvægi

í Hestar fyrir 17 árum, 4 mánuðum
svar frá mér er þarna neðar… ég er svo klár einhvað, haha

Re: Jafnvægi

í Hestar fyrir 17 árum, 4 mánuðum
já, ég er fáviti þetta var ekki svar við þessu… heldur því fyrir ofan

Re: Jafnvægi

í Hestar fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Já, ókei. Ég hélt að þú værir að meina stungur, enda var ég hissa á þér. Haha. Mín mistök. Heima í sveitinni eru skvettur eins og þú lýsir þeim bara kallaðar rassaköst og stungur eru bara kallaðar stungur, var aðeins að rugla þessu saman. En já, ég er líka í tamningum og kannast við þessi rassaköst út af písknum. En þetta í sambandi við að ríða berbakt á tryppum þá var ég að meina að fara kannski í útreiðartúra á þeim berbakt og svoleiðis. Alltí lagi að fara bara stuttan spöl. Veit um stelpu...

Re: Jafnvægi

í Hestar fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Já, endilega að láta vaða. Klikkað fjör ef maður safnar saman liði og allir prófa einhvað. Flestir liggjandi í hláturskasti á meðan fólk flýgur af baki:D

Re: Jafnvægi

í Hestar fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Að æfa sig að sitja skvettur getur nú verið varasamt, fyrir utan að það getur skaðað hestinn í baki ef að þessar skvettur eru einhvað alvöru. Fólk er að mjaðmagrindabrotna af því að sitja svettur í hnakk þannig að ég held að það sé best að láta það eiga sig að reyna það berbakt af fúsum og frjálsum vilja. En annars á ég líka einn klár sem er bara 4. vetra en það er hægt að hoppa á bak hvar sem er hvenær sem er. Maður verður samt að passa sig á því að vera ekki að hanga berbakt á baki á...

Re: Aðferðir til að auka jafnvægið ;Þ

í Hestar fyrir 17 árum, 4 mánuðum
bara fá staðreyndir á hreint hérna. Ekkert illa meint.

Re: Aðferðir til að auka jafnvægið ;Þ

í Hestar fyrir 17 árum, 4 mánuðum
Hestar fælast ekki af því að þeir eru hjarðdýr heldur af því að þeir eru flóttadýr. Ljón eru hjarðdýr og ég held að þau fælist nú ekki mikið

Re: Hestar eru íþrótt

í Hestar fyrir 17 árum, 4 mánuðum
bíddu.. þú talar um að hestamennska sé ekki íþrótt nema maður sé að keppa. Er maður þá ekki að stunda “íþróttina hestamennsku” nema þegar maður er að keppa? Er þá körfubolti til dæmis ekki íþrótt nema maður sé að keppa? Bara svona smá pæling.

Re: Hvað er söfnun?

í Hestar fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Það er nú hægt að segja þetta allt í mun styttra máli. Söfnun er þegar hestur kreppir lendina, styttir skrefin og er allur saman þjappaður. Hvatning skal koma aftan frá og fram.

Re: Áföll í hestamennskunni..

í Hestar fyrir 17 árum, 6 mánuðum
mér heyrist nú bara á öllu að þessi Óþokki hafi átti við einhvað vandamál að stríða, þvagstein, stag eða annað því um líkt eða að hann hafi bara verið bölvuð bykkja. Ég þoli ekki þegar fólk er að monnta sig af því að hafa dottið af baki, því að oftast er það vegna þess að það hefur vanmetið aðstæður og farið of snemma á bak í tamningarferlinu. Hef sjálf lent í því að detta illilega af baki og það var vegna þessa að Ég gerði mistök. Ég kenni hryssunni ekki um það. Ég veit þó alveg að stundum...

Re: Saga mín á hljóðfæri.

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 6 mánuðum
það þarf bara að spila eitt verk.

Re: Saga mín á hljóðfæri.

í Hljóðfæri fyrir 17 árum, 6 mánuðum
það þarf að spila barokk í öllum stigum.

Re: FSu - hestabrautir

í Hestar fyrir 17 árum, 7 mánuðum
ég er í FNV á Sauðárkróki og hénra er hestamennska. Samt ekkert í líkingu við þetta sem á að fara að setja á fót þarna á Selfossi. Áfangarnir eru JÓR 103, JÓR 202, JÓR 302 og JÓR 402. Í þessum áföngum erum við bæði í verklegu og bóklegu. Í lok hverrar annar tökum við svo knapamerki, tvö fyrstu önnina og svo eitt á önn. Það á að fara að bæta við einu knapamerki í viðbót þannig að eftir jól verður JÓR 502 þar sem maður tekur 6. knapamerkið. Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt og maður lærir...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok