Þar sem Wolfenstein er nýr leikur á Skjáltamótum má væntanlega búast við allnokkrum leikmönnum sem hafa ekki mætt á mótin okkar áður. Því datt mér í hug að miðla gagnlegum upplýsingum til ykkar. Lesið annars allt sem stendur í textakubbnum efst til hægri á þessu áhugamáli.

Allir leikmenn, sem hyggjast taka þátt, verða að vera skráðir sem einstaklingar á mótið. Ég mæli EINDREGIÐ með að þið passið að allir ykkar leikmenn verði skráðir fyrir 18:10 á morgun (án þess að ég ábyrgist að það verði nógu snemmt - það hefur verið umtalsverð eftirspurn eftir sætum á síðustu mót). Ef þið hyggist skrá einhverja aðra, _passið þá_ að hafa allar nauðsynlegar upplýsingar um þá (sjá textakubbinn).

Ekki liggur jafnmikið á að skrá liðin; passið bara að skrá alla einstaklinga sem munu spila með ykkar liðum sem allra fyrst eftir 18:00:00 á morgun. Þeir sem lenda í vandræðum með skráningu geta litið á #wolf.is (eða jafnvel #quake.is) á IRCnet.

Kveðja,
Smegma