Mér datt í hug að smíða smá pistil um cd-keys í RTCW, hvað bera að varast o.s.frv.
CD-keyinn er geymdur, clear-text, í skrá sem heitir “rtcwkey”, og er staðsett í “main” möppunni, undir Wolfeinstein möppunni. Passið því vel að shara ekki Wolfenstein foldernum ykkar, og tryggið að t.d. ftp notendur (ef þið keyrið ftp server) hafi ekki aðgang að henni. Látið _engan_ undir nokkrum kringumstæðum hafa cd-keyinn ykkar, og passið að týna alls ekki frumeintakinu af leiknum.
Key-generators virka almennt ekki fyrir Wolfeinstein. Til þess að svo megi verða, þarf generator að ramba á lykil af eintaki sem hefur verið “shippað” út, og mun það því langoftast valda conflicts. Notandi sem reynir að brúka lykil sem þegar er í notkun má þannig búast við að fá “CD-key is already in use” skilaboð. Lyklar sem notaðir eru frá mörgum addressum á stuttum tíma/samtímis, verða um síðir bannaðir. Þess má geta að Quake III Arena notar svo til sama lyklakerfi og RTCW, og hefur vörnin í honum haldið mjög vel (hann er orðinn rösklega tveggja ára gamall).
Um CD-key tengdar meldingar er þetta að segja:
Invalid CD-key: auðkenningarþjóninum hefur borist lykill frá leikmanni, hann hefur borið hann við gagnagrunn sinn, og komist að því að hann er ekki til. Þessi boð koma _ekki_ með réttum cd-key. Sláðu hann inn aftur.
Client unknown to auth: þessi melding þýðir að auðkenningarþjónninn hefur ekki fengið cd-key afhentan frá leikmanninum. Þetta tengist oftar en ekki eldvegg/router/NAT sem leikmaður er bakvið. Tenging við auðkenningarþjóninn notar port 27952, og oftar en ekki er smá kafli um netleiki í leiðarvísum með slíkum tólum.
Að lokum: Hugi.is er ekki vettvangur til að miðla illa fengnum CD-keys, eða tólum til að framleiða slíka. Póstum um slíkt verður eytt.