Ég fjárfesti í þessum ágæta leik í gær og eftir að ég installaði honum fór ég beint í leikinn. Flott byrjunar-cutscene tók á móti mér en ég þurfti að ýta á escape og stökkva aðeins fram.
Ég gerði að sjálfsögðu ráð fyrir því að það væri valmöguleiki á að horfa á cutscene-ið aftur í menu-inum eða þá að það kæmi í hvert skipti sem maður færi í leikinn.
Ég varð svo fyrir miklum vonbrigðum þegar ég komst að því að hvorugt af þessu er rétt og ég átti enga von um að sjá þetta intro nema installa leiknum upp á nýtt!!!!
Er mér að yfirsjást einhvern takka eða verða ég bara að installa helv. leiknum aftur???!