Já fyrir mörgum árum kom út leikurinn Wolfenstein 3D hann var algjör bylting eitt af fyrstu fyrstu persónu skotleikjunum. Þegar ég sá hann fyrst þá fannst mér þetta vera langflottasti leikur sem ég hafði séð. Vinur minn hafði keypt sér hann og ég fékk að prufa hann hjá honum. Seinna keypti ég mér hann og ég hékk svoleiðis í honum en einhverjum árum seinna kom út leikurinn Doom en þá hætti ég að spila Wolfenstein 3D. Nú er fleirri árum seinna er að koma annar Wolfenstein leikur.Ég er búinn að sjá nokkur myndbönd úr honum og mér líst bara helvíti vel á hann
Ég skrifaði þetta vegna þess að spilaði mikið gamla wolfenstein þegar ég var lítill en hvað finnst ykkur? Spiluðu þið eitthvað gamla wolfenstein og hlakkar ykkur til að sjá þann nýja.
