Ég hef verið að spila ET þegar að tími gefst á íslenska ET-Pro servernum og er ekki par hrifinn af mörgum vitleysingnum sem þar leynist. Svo virðist sem að í lagi sé að sparka mönnum út fyrir engar sakir, þá er ég ekki að tala um teamkill. Mér var sparkað út rétt áðan fyrir að planta mines á stað sem var taktískt séð mjög góður. Það var ekki einu sinni eins og að menn kæmust ekki fram hjá þeim! Ekki getur það talist mín sök að þessir illa gefnu einstaklingar séu of tregir til að hoppa ekki á hverja jarðsprengjuna á fætur annari, eða hvað?
Sjálfur hefur maður nú ósjaldan lent í því að menn t.d. sprengi mann óvart í loft upp og ekki hefur maður gert veður út af því. Mér finnst persónulega merkilegt að mönnum sé sparkað beint án aðvarana fyrir eitthvað slíkt. Þetta virðist hins vegar ekki vera algengt viðhorf á þessum server sem virðist vera undirlagður af meingölluðum afsökunum fyrir mannverum.
Ekki veit ég afhverju þessir menn/krakkar eru svo viðkvæmir á tauginni að þeir þoli ekki að lenda fyrir sín eigin mistök á jarðsprengju án þess að fá móðursýkiskast. Þessir einstaklingar ættu að taka sér góða pásu frá tölvuleikjaiðkun til að ná tengslum við umheiminn og átta sig á að þetta er aðeins leikur.
Svo mættu menn aðeins hugsa sig um áður en þeir kjósa eitthvað út í bláinn án þess að vita afhverju. Sjálfur kýs ég ekki að kicka neinum nema ég viti hver ástæðan sé og að hún sé gild.
Takk fyrir lesturinn.