Nafnið Enemy territory er bara markaðsettning. Þessi leikur hefur ekkert að gera með RTCW.ET. Það sem mér leiðist ógurlega við svona MP leiki eru borð sem ná yfir gríðarlegt flæmi svo að það verður að nota faratæki í þeim. Þegar ég spila mp þá vill ég fá hreinan FPS leik, ekki faratæki takk. Mér finnst ekkert gaman að vera viltur á einhverju borði, keyra faratæki eða að hlaupa í nokkrar mínútur áður en að sniper tekur mig niður.
Þegar maður spawnar þá verður maður að hoppa i bíl, þyrlu, bát eða flugvél og svo þegar maður er loksins búinn að finna hvar slagurinn er þá er mauður skotinn niður með AGP ( Panzerfaust ). Þá verður maður að bíða eftir næsta spawn og þá eru kannski engin faratæki sem maður getur ferðast með ( áður en það er skotið niður ) og þá verður maður að hlaupa. Þegar maður er búinn að hlaupa í nokkrar mínútur ( segum að maður villist ekki ) þá neglir sniper mann í hausinn. Þá verður maður að bíða aftur eftir næsta spawn …………
Skóganir í QW:ET eru tilvalin hreiður fyrir sinpera.
Ef það verður gefið út demo af leikinum þá ætla ég að gefa honum sjéns eins og ég gerði við BF og JO áður en ég dæmi hann. Það getur svo sem verið að SD hafi gert einhverja töfralausn en ég vill lofa mér að efast um það.
Eini plúsinn sem ég sé við leikinn í dag að grafíkin er gríðarlega flott.