Þetta er rétt hjá þér, þeir sem hafa þónokkra forritunarkunnáttu til að skrifa sína eigin aimbotta/wallhack/annað og voru fyrir góðir spilarar geta komist hjá því að punkbuster nokkurn tíman finni þá. En hins vegar, megnið af þeim sem hafa notað aimbot eru litlir krakkar sem fara á google og leita af svindlum, og þau svindl munu fyrr eða síðar vera uppgvötuð af punkbuster. Þessir spilarar hafa hingað til allir verið það lélegir að þeir hafa heldur ekki getað falið svindlið neitt.
Eiginlega eina leiðin til að punkbuster finni ekki svindl er ef að viðkomandi hefur skrifað svindlið sjálfur og deilir því ekki með neinum eða mjög litlum vinahópi. Og það þarf auðvitað að vera vel skrifað svindl.
Hins vegar þá er ekkert erfitt að fá 3+ kill með panzer :) Og þessir stráklingar sem hlaupa um með mobile mg hafa aldrei getað drepið mig nema þegar ég hef verið með mjög lítið HP til að byrja með.
En já, það er ekki ósjaldan sem spilurum í seinni hópnum sem ég nefndi er kickað af servernum, en með fyrri hópinn, þá er erfitt að sanna hvort þeir svindli ef maður er ekki góður í að sjá svindl, og í þeim tilvikum er best að segja ekkert á server, fara spec, taka demo af viðkomandi (skrifa /players til að finna út númerið hans, skrifa /follow og númerið hans) og fara á #wolfenstein.is og spyrja hvort einhverjir reffar séu við til að skoða grunsamlegt demo. En ég get ábyrgst að í 85-95% tilvika þá eru þessir “ótrulega góðu spilarar sem virðast ekki vera að svindla við fyrstu sýn en eru samt grunsamlegir” ekki að svindla.
-Önnur Kanon stelpnanna.