Ég ætla að deila með ykkur smá reynslusögu, vona að þið brotnið ekki niður af gráti vegna samúðar með et samfélaginu eða springið úr hlátri vegna barnaskaps samspilara minna í dag.
Ég kom eim og ætlaði að skreppa í BF2 enda forfallinn BF spilari og kemst svo að því að ég hafði gleymt diskinum mínum og sætti mig við það og kíki aðeins inná huga og ramba inná wolfenstein áhugamálið, sé þar upplýsingar um nýjann plástur og ákveð að fara í ET.
Ég set upp nýja plásturinn og ákveð að að fara á simnet etmain og svona í frekar góðu skapi enda langt síðann ég hef spilað ET vegna þess hve lélegt ping ég hafði( 70-80 á simnet þjónunum þökk sé vortex internets :p) enn það virtist hafa lagst nýlega af einhverjum ókunnum ástæðum.
Hleð leiknum upp og fer í radar, fer í allied og spawna sem medic og þetta byrjar á því að ég er drepinn af einhverjum liðsfélaga og set sé að hann er að drepa fleirri og set í gang votekick sem gengur í gegn um leið og halda að allir kjósi yes með mouse1. Held áfram að spila í smá stund og gengur ekkert sérstaklega vel og ákveð að fá mér að borða.
Kem aftur eftir góða máltið og tc_base og byrja á því að liðsfélagi skýtur nokkrum skotum í mig, lendi svo óvart fyrir panzer skoti frá vini og fæ yfir mig skammirnar og hrópin( “omg shitfuck die u fag” , “u suck n00b” o.s.f.) og gefst upp á að spila þetta kvöld enn ætla þó að reyna aftur þegar ég sé einhverja vel valda menn spila og get búist við skemmtilegri spilun.
Enn ég spyr nú hvort það séu einhverjir virkir rconar sem eru að spila á simnet etmain að staðaldri og ef svo er ekki væri ekki upplagt að finna einhverja sem hafa þroska til að tryllast ekki af nýfengnu valdi og sparka thursum og öllum þeim sem skapa leiðindi og framfylgja þessum reglum sem eru til á
http://skjalfti.is/reglur ?
Ég trúi því að ef thursaskapurinn hætti þá myndist miklu frekar einhver ástæða fyrir fólk að byrja að spila ET þarsem hann ætti að vera margfallt vinsælli hér á Íslandi enn hann er þasem hann krefst ekki virkilega öflugs vélbúnaðar(andstætt við BF2 og cs:s) og er frír og með virkilega öflugan harðkjarna af spilurum úti heimi þótt flestir hérna á Íslandi virðast hafa misst áhugann(er svo sem ekkert sérstaklega mikið inní þessum málum enn reyni að búa mér til einhverja hugmynd um þetta útfrá huga)