Það er sífellt verið að saka fólk um að haxa en þessa fáu mánuði sem að ég hef spilað ET hef ég aldrei orðið var við neinn að haxa (ekki það að ég hafi verið að leita). Sumir fara líka að væla um hax ef að maður horfir nógu fast á þá þannig að ég var löngu hættur að taka mark á þessu. Nema hvað, ídag mætti gutti með aimbot á simnet #2 og sá var heldur ekkert að reyna að fela hvað hann var að gera.
Fyrir forvitnis sakir langar mig því að spyrja ykkur fagmennina, hversu algengt er að ykkar mati að fólk sé að svindla inná simnet þjónunum?
FiatUno (og ýmislegt annað)