Ég veit nú ekki alveg hvað fólk á við með því að segja að ETF sé líkur Quake. ET, og þar af leiðandi ETF líka, notar Quake 3 vélina en það er varla ástæða til að líkja þeim saman. Þetta er port af Quake 3 Fortress sem er endurgerð af Team Fortress fyrir quake 1, þannig þetta er mun eldra heldur en q3 ef þið eruð að líkja etf saman við hann.
Einu alvöru leikirnir sem er eitthvað líkir team fortress er Tribes serían sem hefur classa (getur amk valið þér þín eigin vopn og hvort þú sért í light/medium/heavy armor etc) og hann er ekki raunverulegur, þ.e. þú drepur engan í einu eða tveimur headshots nema með sniper rifle.
ETF er í rauninni capture the flag með clössum, þó það er hægt að gera borð sem hafa ekkert með CTF að gera (t.d. ná og halda control points, assault eins og í ET þar sem annað liðið verst meðan hitt ræðst á osfrv). Það eru frekar margir classar í ETF, hver gjörólíkur öðrum og allir hafa mismunandi hlutverkum að gegna fyrir sitt lið. Það eru classar sem henta bara vel í sókn, t.d. recons sem eru með léleg vopn en eru hraðskreiðir og henta því vel til að stela flagginu, classar sem henta bara vel í vörn eins og minigunner sem er hægur en með öflug vopn. Svo eru classar sem henta bæði vel í vörn og sókn, eins og Soldier sem er með góð vopn og getur náð ágætum hraða.
Physics eru öðruvísi en í ET. Það er t.d. ekki hægt að strafe jumpa til þess að ná auknum hraða. Hins vegar er margt annað sem er hægt að gera, t.d. geta Soldiers (og flamers að einhverju leyti) rocket jumpað, recons og medics geta notað stun grenades til að fleygja sér yfir hálft mappið o.fl. Það krefst að sjálfsögðu talsverðrar æfingar til að ná góðu valdi á physics í ETF, alveg eins og í öðrum leikjum, en ég held að það sé alveg þess virði.
Ég vona að sem flestir að minnsta kosti athugi þetta mod þegar það kemur út. ETF verður góð tilbreyting frá ET.. maður verður nú þreyttur á því að spila þessi sömu borð aftur og aftur og aftur (það eru hinsvegar 17 borð sem fylgja með fyrstu útgáfu af ETF og amk 13 önnur official borð sem munu koma út seinna).