Það eru fáir leikir sem hægt er að elska en hata um leið, ET er einn af þeim. Ég hef spilað netleiki á borð við ET allt frá því Q1 kom út og tel mig hafa nokkra reynslu af þessum leikjum. Þegar ég byrjaði að spila ET var hann nokkuð góður maður er fljótur að komast upp á lagið í honum og klassarnir eru skemmtilegir, xp dæmið er einstaklega vel heppnað enda erfitt að segja að menn séu að xp-hórast þar sem það gagnast yfirleitt liðinu. Borðin eru líka nokkuð jöfn á hvort lið og engin leið að segja fyrir fram hver vinnur hvaða borð ólíkt mörgum öðrum leikjum.
Leikurinn er heldur ekki of raunverulegur né of mikið quake dæmi með ofur líf og súper skyldi og hver og einn getur borið um 6 tonn af vopnum en um leið hoppað 30 m snúið sér og skotið í einu.
Það sem hins vegar gerir ET að einum af þeim leiðinlegustu leikjum sem ég hef spilað eru sjálfir spilararnir. Tökum fyrst nokkar aðra leiki sem dæmi. CS þar veit maður að leikmenn hóta að ríða hvor öðrum og láta eins og fífl sem getur verið þreytandi til lengdar en það er allt og sumt í BF seríunni eru leikmenn ekki mikið að blaðra eða bögga hvorn annan, flestir eru bara að spila leikinn og njóta þess. TK í BF er oftast refsað með því að kicka en þá gerir serverinn það sjálfkrafa eftir x mörg tk, stillanlegt.
ET er eini leikurinn sem ég hef spilað þar sem leikmenn hafa völdin í sinni hendi, hugmyndin er góð en getur leitt til þess að mönnum er kickað fyrir ekki neitt. Það er gott mál að geta kosið um hitt og þetta svo sem skipta um borð, balansa liðin og eitthvað í þeim dúr en að kicka er of mikið. Það kemur fyrir að menn tk stundum er það óvart stundum ekki. Sumir tk sjaldan og þá bara af einskærri óheppni en aðrir eru einfaldlega það heimskir að þeir negla einu artillerystrike upp í rassgatið á eigin liði.Hvað sem því líður þá eru ástæðurnar margar stundum er það þeim sem drepur að kenna og stundum þeim sem var drepinn enda álpast menn oft á jarðsprengjur eða hlaupa inn í airstrike og verða svo brjálaðir.
Ég tk ekki mikið og er oftast efstur eða ofarlega í xp og er þar af leiðandi að gera eitthvað gagn fyrir liðið mitt en þrátt fyrir það er mér kickað svona að meðaltali 3-5 sinnum á mánuði. Stundum því ég óvart tk einhvern og stundum veit ég ekki ástæðuna. Í eitt skiptið var einhver með líkt nafn og ég og sá fáviti var að tk og mér var kickað???? hvað er það???. Ég prófaði einu sinni að láta eins og fífl og var að drepa menn og skipta um lið alveg fram og aftur en var ekki kickað daginn eftir var ég svo að spila og var með 580xp eftir 2 borð og var að standa mig bara vel og skemmta mér konunglega en svo varð mér á að drepa einn liðsfélaga og viti menn kom ekki vote kick og mér kickað. Þetta er óþolandi og ég skora á stjórnendur simnets að loka fyrir þetta vote system enda greinilegt að menn eru ekki að ráða við þetta. Það er bara of mikið af litlum bólugröfnum unglingum sem ofmetnast við að fá smá völd í hendurnar það er að hafa bæði getu og heilastarfsemi, þó er enn deilt um það, til að geta notað F1 takan.
Ef ekki verða breytingar á þessu sem fyrst eru allar líkur á því að ég snúi mér að öðrum leikjum svo sem BF og BFV þar sem ég fæ frið til að spila og ég skora á aðra að gera hið sama.