Nú? PB er svosem fínt í sjálfu sér, en það er ótrúlega mikið af svindlum sem pb finnur ekki. Ef einhver vill virkilega svindla, þá stöðvar pb hann ekki.. það ætti ekki að koma neinum á óvart. Það geta liðið vikur, jafnvel mánuðir þangað til Even Balance lokar á einhver svindl, og þá þarf bara oftast að breyta nokkrum línum í kóðanum til þess að fá svindlið til að virka aftur.
Hinsvegar er svo mikið nýtt í etpro.. nýjir huds, nýr antilag kóði, nýr fps optimization kóði, mjög gott anticheat system sem er alls ekki verra en pb, ný mapscripts, hitsounds(!), það er hægt að ýta fólki sem er fyrir manni á spawni og svona, ef maður missir samband getur maður tengst servernum aftur og fengið öll stats aftur, xp shuffle án þess að restarta mappi, fullt af böggum og exploits sem er búið að laga o.fl. o.fl.
Það er varla að maður vilji spila lengur á þessu gamla og úrelta etmain dóti. Mér er alveg sama um pb.. setjið hann inn ef þið viljið, en etpro VERÐUR að koma inn á server sem fyrst.