Vil bara benda þessum sem fara á skjalfta að lesa þetta
Skjálfti 1 | 2004, leikjamót Símans og Opinna kerfa, fer fram í íþróttahúsi HK helgina 20.-22. febrúar næstkomandi. Upplýsingar um skráningu, keppnisgreinar og dagskrá má finna á www.hugi.is/skjalfti.
Verðlaun á þessu móti eru að andvirði rúmlega 350.000 Kr. og skiptast :
Counter-Strike
5 * Alcatel Speedtouch 545 með S.T. 110 Þráðlausu korti + 3 mán Simnetsáskrift með 2 GB inniföldum
Warcraft 3 TFT
2 * HP PhotoSmart 635 stafrænar myndavél frá HP
Quake 3 Duel
1 * Sony Ericsson zt600 farsími
Quake 3 Deathmatch Teamplay
4 * Sony Ericson P800 farsímar
Quake 3 Capture the Flag
Leikjaþjónn fyrir liðið í 6 mán. + 5 gjafabréf á leiki frá Skífunni
Wolfenstein Enemy Territory
Leikjaþjónn fyrir liðið í 6 mán. + 6 gjafabréf á leiki frá Skífunni
Battlefield
Leikjaþjónn fyrir liðið í 6 mán. + 10 gjafabréf á leiki frá Skífunni
Mótsreglur
Umgengni og almennar reglur:
Hlíta skal fyrirmælum starfsmanna og merktra aðstoðarmanna í einu og öllu.
“p1mpar” geta vísað mönnum af mótsstað þyki ástæða til.
Óski starfsmenn eftir að fá að skoða búnað keppenda (uppsetningu stýrikerfis o.s.frv) ber að leyfa það tafarlaust.
Keppendur bera sjálfir ábyrgð á að fylgjast með hvenær leikir fara fram og að mæta á réttum tíma inn á servera. Leikir verða settir af stað hvort sem allir eru mættir eður ei.
Öllu rusli skal henda í ruslafötur. Starfsmenn geta farið fram á að leikmenn taki til í kringum sig hvenær sem er; gildir þá einu þótt viðkomandi sé að spila.
Í liðakeppnum skal hvert lið útnefna fyrirliða sem sér alfarið um samskipti liðsins við dómara og starfsmenn.
Reykingar og öll meðferð áfengis og annarra vímuefna er stranglega bönnuð á mótsstað.
Hvers kyns serverar eru stranglega bannaðir. Þar má nefna vefþjóna, ftp, gnutella, napster, mp3-relay (shoutcast t.d.), irc file server o.fl. (Undantekning: leikjaserverar, raddsamskiptaþjónar)
Háreysti meðan á keppni stendur er illa séð. Sýnið öðrum keppendum tillitssemi. Verði leikmenn ekki við tilmælum starfsmanna um að hafa lægra geta þeir átt von á að vera vísað út.
ASUS See-through driverar (og sambærilegt) eru bannaðir.
Bannað er að tengjast keppnisserverum í öðrum tilgangi en að spila keppnisleiki á þeim.
Sýna ber öðrum leikmönnum, svo og starfsmönnum tillitssemi og íþróttamannslega framkomu.
Drykkir skulu geymdir í lokuðum ílátum.
Síminn Internet og aðrir mótshaldarar (þar á meðal HK) bera ekki ábyrgð á tölvum, jaðartækjum, skófatnaði, yfirhöfnum eða öðrum eigum keppenda og annarra mótsgesta. Næturvörður verður þó að sjálfsögðu á staðnum.
Óleyfilegt er að nota staðarnetið til að afrita skrár og/eða tengjast tölvum annarra. Ef þessi regla er brotin er viðkomandi umsvifalaust vísað af mótsstað. Hægt er að spyrja p1mpa um aðstoð/leyfi ef t.d. drivera vantar. Þátttakendur skulu þó mæta með tölvur sínar í góðu ástandi; starfsmenn eru fáir, og geta ekki dvalist langdvölum yfir stýrikerfa- og netkortavandræðum leikmanna.
Brot á þessum reglum geta þýtt tafarlausan brottrekstur af mótinu, án endurgreiðslu.
Viðbótarreglur verða gefnar út á mótsstað (Vefsíðu og/eða blaði sem keppendur fá afhent), og skulu menn kynna sér þær!
Reglur er varða allar keppnisgreinar
Notkun hvers kyns aim-botta og radara er bönnuð.
Misnotkun þekktra galla á borðum.
Netþjónar eru ekki endurræstir eftir að leikur hefst nema stillingum þjónsins sé ábótavant eða mjög sérstakar ástæður komi til.
Gátlisti
Tölva, með stýrikerfi uppsettu til að tengjast staðarneti.
Heyrnartól; hátalarar eru ekki leyfðir.
Netkort skal vera 10/100 eða 10 mbit.
Netkapall (Twisted pair, helst 7-8 metra langur). Netsnúrur verða seldar á 500 krónur, fyrir þá sem vantar, eða koma með of stuttar snúrur.
Rafmagnsfjöltengi (mikilvægt)
Gott er að hafa með sér diska með stýrikerfi, helstu rekla o.s.frv. ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem ekki eru með allra algengstu skjákort og/eða netkort.
Vírusskanna með nýju/nýuppfærðu vírusavarnarforriti.
Taka write access af öllum shared möppum, eða setja í það minnsta lykilorð á þær. Annað býður veirusýkingum h<br><br>aSSI - _ -
da moO