Flestir af þeim sem spila wolf hafa annaðhvort spilað BF eða (afsakið orðbragðið) CS. Mórallinn í (afsakið orðbragðið) CS er vel þekktur fyrir daglegan skammt af “OMG! HAX!” og “1337 Haxx0r!” í æð, og hefur það að líkindum eitthvað að gera með meðalaldur spilara sem er í grennd við 13. aldursár. Í BF er meðalaldurinn þónokkuð hærri (margir komnir með fjölskyldur), og þar af leiðandi ekki jafn lélegur mórall, en er samt smám saman að versna þar sem yngri og óþroskaðri spilarar eru að byrja.
Ég er ekkert að setja út á einstaka aðila í þessum aldurshópi sem ég nefndi í sambandi við CS, sumir þeirra eru vel andlega þroskaðir, jafnvel þroskaðri en margir eldri gaurar. Meiningin er ekki að maður eigi að taka leikinn alvarlega og fara aldrei á flipp, heldur eru það einstök atriði eins og Spamm, ljótt orðbragð, virðingarleysi og barnaskapur sem eru alveg að fara með álit sumra á þessum leik!
Til þess að stoppa, eða jafnvel snúa við, þessari ógnvænlegu þróun sem er yfirvofandi hafa clönin og meðlimir þeirra lykilhlutverk. Fyrir það fyrsta þarf að gera SKÝRAR reglur, svo skýrar að jafnvel núbbarnir skilji þær. Svo er að hafa referees á simnet sem sjá til þess að þessum reglum sé farið eftir, og þá ekki einhverja hálfvita sem fara að leika sér með ref-dæmið. Ég efast um að það leysi neitt að setja passa á simnet, en það þarf virkilega að setja punkbuster á. Svo þetta með að rífa kjaft, og þannig þá er það mál clanleaders að sjá til þess að meðlimirnir séu ekki með móral, og hlutverk allra á servernum að sjá til þess að núbbarnir séu ekki með móral.
Ef þið hafið nennt að lesa alla leið hingað niður, byrjið þá bara á skítkastinu!
Shounin