Ég fór að hugsa aðeins, eftir að hafa spilað wolf dáldið mikið uppá síðkastið, síðasti séns fyrir próf, um hvort að framkoma leikamanna á simnet væri eitthvað sem við gætum hregt okkur af.
Ég verð að segja að svo er því miður ekki. Auðvitað er keppnisskapið ekki langt undan þegar karlmenn eigast við en það er samt sem áður ekki nógu góð afsökun til að vera með skýtkast og leiðindi út í aðra spilara, undir nokkrum kringumstæðum.
Þið meigið ekki misskilja mig, auðvitað má tjá tilfinningar sínar, en það ætti samt að vera hægt að gera það án þess að það sé notað eitthvað þvílíkt orðbragð. Þá er til dæmis hægt að segja: „viltu hætta með þenna panzer, vinur” í staðinn fyrir: „HELVÍTIS PANZERHÓRA!!!!!”. Eða eitthvað… þetta var kannski dáldið gróft dæmi
Annað svona sem mér langaði að skjóta inn í framhaldi að þessu að þó það sé freystandi að rífa kjaft, í skjóli fyrir aftan skjáinn, við eflaust einhverja sem þið mynduð ekki einu sinni tala við í eigin persónu, er það algjörlega óásættanlegt og ég vona að minnki í framhaldi af þessum litla snefli.
Jaaá og eitt annað, fyrst ég er byrjaður, Hvað er málið með þessi mute allan daginn?! það eru alltaf einhverjir gaurar mute-aði, fyrir mismiklar sakir auðvitað, og síðan fylja tuttugu un-mute vote á eftir. Það er ótrúlega pirrandi þegar þetta er svona. Langaði bara að pikka því með.
Kv.<br><br><b>Varinn</b> (<i>Addinn</i>)