Ég er með verulega undirspekkaða heimavél sem ég spila stundum á (550 mhz) og hún ræður engan vegin við ET í default grafík stillingum.
Í örvæntingu minni las ég readme skrána og rakst á þetta:
1. Set the system options to ‘Fastest’
2. \\com_maxfps (set to a high number i.e 400)
3. \\cg_atmosphericeffects 0
4. \\cg_wolfparticles 0
5. \\r_fastsky 1
6. \\r_picmip 3
7. \\cg_drawgun 0
Leikurinn laggar reyndar ennþá til helv… hjá mér. En mér fannst athyglivert að allar sprengingar eru farnar, rigning og snjókoma sömuleiðis auk þess sem hækkað picmip dregur úr laufskrúðinu.
Ef vélin sökkaði ekki svona rosalega þá væri þetta í raun töluvert “edge”. Ég veit að þetta er ekki í fyrsta skipti sem einhver vekur máls á þessu, en hvað finnst mönnum varðandi ET - hvar ættum við að draga mörkin um hvað er í lagi og hvað ekki? Simnet þráast við að setja ekki punkbuster á ET serverana, þannig að í rauninni eru flestar cvar breytingar leyfilegar frá servernum séð. Spurningin er hvað getur kallast gott “leikjasiðferði”. Eru allar “visuals” stillingar leyfilegar? En “lagg-feik”? súmm með FOV? osvfrv….
/K