Halló kæru et-spilarar.

Markmiðið með þessari grein er að reyna fá stjórnendur þjónanna, hjá simnet að bæta við einum public þjóni !

Sko ég er oft að spila undir nickinu [BASH]WildRabbit og ég nota stýrikerfið Linux, og það er ekki til neitt All Seeing Eye að mínu viti fyrir Linux. En ég veit þó um einn simnet þjón af leit sem ég gerði og er hann í favorites hjá mér. Nú, ég vill halda því fram að 15 á 15 sé bara rugl, þá er a.m.k. einn af hverju og ef e-r er búinn að spila lengi þá er ekki möguleiki fyrir hina að ná í xp á sínu starfssviði, sem gerir að mínu mati leikin aðeins leiðinlegri. Nú ef bara simnet gæti haft 2 public servera með 20 eða 24 manna limiti til að dreifa fólki betur, það myndi létta mér og fleirum lífið sem oft komast ekki inn á 30 manna þjóninn.

Nú ég held að ég hafi einu sinni tekið eftir Simnet Match server og kannski er til annar svona þjónn sem ég hef ekki tekið eftir. En má ég biðja ykkur um að paste-a ip-tölunum á öllum íslenskum þjónum sem þið vitið um í Enemy Territory.

-wldrbit