http://wolf.telefragged.com/pbinterview.shtml
Þetta er nokkuð áhugavert, en eins og menn vita hefur ID Software ráðið PunkBuster teymið (Even Balance Inc.) til að efla svindlvarnir í Return To Castle Wolfenstein. Fyrr en varir mun valfrjáls PunkBuster vörn fylgja plástrum (patch :P) fyrir leikinn. Þannig mun hver server admin fyrir sig ráða hvort hann keyrir varnirnar á sínum þjónum eður ei.
Fyrir þá sem ekki nenna að lesa greinina er hér inntakið, lauslega:
-Varnarkerfið verður innbyggt í leikinn, og því öflugra en CS útgáfan skv. viðmælanda, og til minni vandræða en sá PunkBuster sem Counter-Strike spilarar þekkja.
-Serverar munu geta framfylgt vissum cvar stillingum clienta _og öfugt_! Þannig mun clientinn vara leikmann við ef server er óeðlilega stilltur, eða reynt að hagræða stillingum þjóns í matchi (“home team” advantage).
-Server getur skipað client að taka skjáskot á vissum tímum/með vissu millibili, sem eru send servernum, og jafnvel unnt að pósta á vefsíðu jafnóðum (real-time/sjálfvirkt).
-Hver uppsetning af leiknum verður auðkennd með 128 bita hashi (guid) af CD-Keyinum, sem unnt verður að nota á sama hátt og WonID í CS (banna _eintak_ af leiknum í stað IP talna, margt fleira).
Ég hlakka til að sjá hvernig þetta lukkast hjá þeim :)
Smegma