Kannski á enginn eftir að spila þennan leik hér á klakanum en ef einhver hefur áhuga þá er hér allavega smá kynning á liði manna eða GDF.
GDF (Global Defense Force):
Lið manna, hersveit sem hefur það takmark að koma í veg fyrir að Strogg taki yfir jörðinna og breyti mannkyninu í mat og þræla. Lítið nýtt hér, svipuð vopn og tíðkast í dag, bara með smá uppfærslum.
Um faratæki:
(Smá tips, ef þú ert á einhverju faratæki og “missile lock” eða eitthvað því um líkt byrjar að blikka á skjánum þá skal ýta á 1, en með því skýturu út tálbeytu sem ruglar eldflaugar sem eru á eftir þér. Tíminn á milli tálbeytanna er þó nokkur svo það væri sniðugt að forða sér áður en það er skotið aftur.)
Husk Quad (1): Eitt orð, fjórhól. Lítið og nett en hefur hvorki vopn né brynju að ráði. Fjör að keyra um svæði sem önnur faratæki komast ekki og keyra yfir óheppna Strogga. Ef þú notar faratæki nógu mikið færðu hæfileika til að fá eitt svona sent til þín með flugpósti.
Platypus Assult Boat (2): Eini báturinn í leiknum, einn sem stýrir og farþegi mundar innbyggða hríðskotabyssu.
Trojan APC (5): Brynvarinn “rúta” með vélbyssu og eldflaugar til notkunar gegn flugvélum. Einn keyrir og stýrir vélbyssu, einn stýrir eldflaugunum og 3 farþegar. Hefur einnig þann skemmtilega hæfileika að geta siglt á vatni.
Titan Tank (2): Skriðdreki með fallbyssu og vélbyssu fyrir farþega.
Anansi Attack 'Copter (2): Árásarþyrla vopnuð eldlaugum og litlum flugskeytum. Eldflaugarnar eru færar um að læsa sig á faratæki, skotpalla og þungavopn(Sjá Engineer/Constructor og Field Ops/Oppressor). Farþegi stýrir hríðskotabyssu sem er neðst á þyrlunni. Bíður upp á grýðarlegan hraða og fimi.
Bumblebee Assault 'copter (5): Stór og vel varinn þyrla, en mun hægari og takmarkaðari en árásarþyrlan. Einn stýrir og stjórnar hríðskotabyssu á nefinu á vélinni, tveir stjórna hríðskotabyssum á sitthvorri hlið þyrlunar og þeir tveir sem eftir eru geta notað þau vopn sem þeir hafa í höndunum. Fullmönnuð er þessi þyrla því eitthvað sem ekki ætti að vanmeta.
Um flokka hermanna:
Soldier: Hafa meira líf og fleiri vopn en aðrir flokkar. Geta haft riffil, vélbyssu, sprengjuvörpu og haglabyssu. Varavopn er lítil vélskambyssa. Þeir hafa einnig öflugt sprengefni sem þeir geta fest á faratæki, skotpalla, þungavopn og “skotmörk” (þ.e.a.s. hurðir eða hlið sem hindra framgang GDF). Muna svo eftir að virkja sprengjuna og nýta þær 30 sek. sem maður hefur til að hlaupa í örugga fjarlægð.
Medic: Læknar, hlaupa um og lappa uppá hermennina. Nota riffla og haglabyssur, með skammbyssu til vara. Dreifa plástrum og geta lífgað hermenn við ef þeir eru ekki búnir að endurmyndast (spawna) á sekúndubroti. Geta einnig kallað niður birgðir sem hermenn geta notað til að fá skotfæri og líf.
Engineer: Byggingarmaður GDF, vopnaður riffli, haglabyssu og (ef þú gerir skyldur þínar sem Byggingarmaður) riffli með innbygðri sprengjuvörpu (Rifle grenade anyone?). Geta kallað niður sjálfvirk þungavopn sem skjóta á óvini fyrir framan þau (eitt vopn sem skýtur bara á fótgangandi óvini, annað sem læsir eldflaugar á faratæki)og skjöld til að verja lítil svæði frá loftárásum skotpalla (hlífir ekki gegn venjulegum loftárásum). Hver byggingarmaður getur bara kallað niður eitt vopn/skjöld. Getur líka lagað skotpalla/þungavopn/faratæki/radar, plantað jarðsprengjum, byggt byggingar sem eru sumstaðar (t.d. turnar) og aftengt sprengjur.
Field Ops: Vopnaðir rifflum og geta fengið riffla með kíki sem uppfærslu. Vopnaðir skammbyssu til vara. Geta dreift skotfærum til félaga sína. Sjá um að kalla niður loftárásir með reyksprengju og geta einnig kallað niður þrjá mismunandi skotpalla á vígvöllinn (hver Field Ops getur haft einn í einu). Pallarnir eru ekki sjálfvirkir heldur miðar eigandi pallarins fyrir þá með sérstökum kíki sem hann hefur.
Covert Ops: Vopnaður riffli með kíki eða sniper. Skambyssa/(skambyssa með hljóðdeyfi ef þú ert með sniper) og geta fengið vélskammbyssu með hljóðdeyfi til vara. Geta farið í dulargervi strogga ef þeir finna lík af einum þeirra. Geta ekki notað skotvopn í dulargervi án þess að tapa því en geta notað hníf til að drepa grunlausa óvini með einni stungu í bakið. Geta gert faratæki og skotpalla/þungavopn/Radar óvirk í 30 sek. (faratæki geta þó enn skotið úr vopnum sínum) með sérstökum handsprengjum sem þeir búa yfir. Geta kallað niður radar sem sýnir alla óvini á stóru svæði í kringum hann á kortinu þínu. Hafa reyksprengjur til að fela liðsfélaga þína. Geta sett upp litla græju sem er í senn myndavél, öflug fjarstýrð sprengja og lítill radar. Góð til að verja skotmörk.
Flokkar Strogg eru meira og minna eins og flokkar GDF en það eru undantekningar. Aftur á móti eru faratæki þeirra flest mjög frábrugðin. Strogg partur kemur vonandi fljótlega, og ef viljinn verður fyrir hendi, útskýring á reynslukerfið í leiknum og hvaða verðlaun hægt er að fá útúr því.
——————————–
Fyrir meiri upplýsingar (á ensku) farið hingað