Flestir kunna nú almennu multiplayer tactic'inn í liðsleikjum eins og wolfenstein, en það virðist sem að margir kannist ekki við grundvallar herkænskuna sem fylgir þessum leikjum. Þessi ráð eiga mis vel við borð!
1) HALDIÐ HÓPINN! Margir eiga það til að bara hlaupa burt og ætla sér stóra hluti og slátra nokkrum óvinum. En meiri líkur eru þó á því að þér verði slátrað meðan þú ert eitthvað að hlaupa um gangana. Hvers vegna spyrð þú þig? Af því að óvinurinn er skipulagðari en þú og það er enginn nálægt þér til að cover your ass þegar það byrjar að hitna í kolunum.
Ferðist þrír saman í hóp, helst fleiri, ef þið ætlið að gera eitthvað gagn, make you bullets count eins og þeir segja. Í wolfenstein spawna margir saman á sama stað þannig að það er upplagt að slást í för með félögunum sem voru að lifna við. Og svo ef þú áttar þig á því að þú sért einn á ferð allt í einu(í fjölmennum leik) er upplagt að leita skjóls og ef til vill bara ambusha þangað til þú færð tækifæri til að ferðast með hópfélögum þínum aftur.
2) Sjúkraliðar! Það ættu ALLTAF að vera einn í hverjum hóp, semsagt 2-3 í liðinu. They're the heartbreakers and lifesavers! Þeir hafa ROSALEGA mikið að segja, og það getur skipt gríðalega miklu að hafa einn nálægt sér þegar maður er staddur í standoffi, þ.e. þegar maður er negldur niður einhverstaðar og kemst ekki lengra vegna þess að óvinurinn rígheldur í eitthvað svæði, sem er alls ekki svo óalgengt í Wolfenstein. Auk þess, og ekki síst mikilvægast, er það að þegar maður respawnar þá byrjar maður með extra heilsu samsvarandi hversu margir sjúkraliðar eru í liðinu!
3) Látið alltaf soldieranna leiða hópinn því jú, það eru þeir sem eru með þunga vopnin og best reiðubúnnir að takast á við “incoming fire”. Medicanir og Lieutenantannir ættu að halda sér aftur og í mesta lagi að veita cover fire þegar soldierarnir eru að sækja fram, og svo ættu náttúrulega soldierarnir að covera föruneyti sitt þegar þeir elta þá á áfangastað sinn. Liðsheild er lykilatriðið í Wolfenstein!
4) Ef þú tekur eftir því að liðinu þínu vantar sjúkraliða eða engineer, komdu þá aftur sem slíkur ef/þegar þú deyrð. Ekki bara bíða eftir að einhver annars tekur það að sér.
5) Látu liðið vita þarfir þínar! Þú gerir það ekki dauður! Ef verið er að skjóta á þig og þú ert staddur einn, Í GUÐANNA BÆNUM hörfaðu, leitaðu skjóls og biddu um aðstoð. Þú gerir lítið gagn fyrir liði dauður. Hafið í huga að öll almennu skilaboðin eru bara í tveggja taka fjarlægð og auðvelt er að leggja hin mest almennu á minnið fljót. En varist að margítrekar óskir eða þarfir því þá er bara hætta á að síður verði tekið mark á þér. Make'em count!
6) Þegar þú skýtur, skjótu í hrynum! Því lengur sem þú skýtur, því bjagaðri verður nákvæmin.
7) Og svo að lokum vill ég minna á að Lieutenantinn getur kallað inn artiliry strike með því að nota sjónaukana(ýtið á b á lyklaborðinu). OG FARIÐ VARIÐ VARLEGA MEÐ ARTILIRY OG AIRSTRIKE þegar friendly fire er á. Ég er búinn að deyja of oft vegna slíkra mistaka.
Þessi grein er fyrst og fremst ætluð newbium sem sífelt virðast vera að deyja og átta sig ekki á hvers vegna. Þessi listi er langt í frá tæmandi og vonandi gætu nokkrir séð sér fært að minnast á það sem þeim finnst vanta í listann.
——————
-Tom Hanks-