Nú er það þannig að á fimtudaginn síðastliðinn auglýstu tölvuverslanir eins og BT og ELCO að R.T.C.W. kæmi í verslanir þeirra á föstudaginn. þegar ég síðan fer í BT á laugardaginn er mér tjáð að hann komi ekki fyrr en á mánudag og eftir að hafa farið í fleiri verslanir og fengið sömu svör ákveð ég að ég geti nú allveg beðið. Á mánudaginn fer ég aftur í BT og þá er sagt “á morgunn” í dag er svo sagt hann átti að vera kominn í dag og ypt öxlum.

Ég hef orðið var við ófá svona dæmi í auglýsingum sérstaklega hjá BT og get ekki annað en velt fyrir mér hvaða ábyrgð verslanir bera þegar þær auglýsa hluti sem að greinilega eru ekki til og þær vita ekki hvenær þær fá. Þessi vandræði hafa kostað mig bæði tíma og bensín og einu áhrifin sem þetta hefur á mig er að mig langar ekkert að kaupa leikinn lengur.
Harm.