Eftirfarandi er túlkun vor á hugmynd c0a um lista yfir et-spilara landsins sem eiga skilið viðurkenningu fyrir það sem þeir hafa áorkað innan íslenska et-þjóðfélagsins.
Vér ákváðum að senda þetta inn sem grein í ljósi þess að þetta var orðið eilítið langt og hvetjum aðra spilara til að koma með sína eigin lista og túlka skoðun sína þannig á þessu máli.
Einnig skal taka fram að vér ákváðum að hafa eingöngu virka spilara en ekki einhverja sem eru hættir að spila et og farnir að snúa sér að einhverju öðru, þar sem þá yrði erfiðara að velja og vér einfaldlega þekkjum ekki til þeirra allra.
Enn fremur höfum vér ákveðið að það sé óþarfi að benda á leiðinlegu hliðina á þessu öllu saman, s.s. versta móral og látum það því liggja á milli hluta. Enda er þetta nú allt í gamni gert og ekki ætlað til þess að stofna til óþarfa leiðinda og skætings.
Besti spilari: RuFaLo.
Rufalo er landsþekktur et-spilari og er hann sést á innlendum leikjaþjónum þá fer hann oftar en ekki mikinn og hikar ekki að við að höggva aðra íslenska spilara í herðar niður.
Besti miðari: Vargur.
Vargur þykir hafa með feitari úlnliðum í et-heiminum í dag og á það til að afhausa andstæðinga sína þeim til mikillar gremju.
Besti mórall: Venge.
Venge er með eldri og reyndari spilurum landsins hann er þekktur fyrir það að stökkva ekki uppá nef sér að óþörfu, brosa þegar á móti blæs og hvetja meðspilara sína til dáða.
Vér tökum að ofan fyrir yður Venge, þér eigið virðingu skilið.
Skemmtilegastur: Vér sjálfir.
Vér erum auðvitað skemmtilegastir enda erum vér með eindæmum viðkunnalegir og vekjum vér ávallt mikla kátínu þegar vér látum sjá oss á hinum ýmsu Ventrilo þjónum, þess má til gamans geta að oftar en ekki þá heyrast hlátrasköllin sem vér framköllum yfir á næstu Ventrilo rásir, öðrum spilurum til mikillar armæðu enda fá þeir ekki að lyfta sér á kreik með oss.
Mesta virðing: Þessu hefur nú þegar verið svarað með: Besti mórall.
Besti nýgræðingur: idi Amin.
Idi Amin hefur verið tekinn í kennslustund af yngri bróður sínum, Rufalo, og er á hraðferð á toppinn. Hann er ávallt reiðubúinn að horfast í augu óvinarins og tekur ósigri sem og sigri fagnandi, enda maður í leit að reynslu.
Besta klappstýra: Jandri.
Jandri hefur nú verið að spreyta sig sem klapstýra error.et um stutt skeið og þykir honum hafa farið fram á þessu tímabili. Lagið: Áfram strákar, skjótið fastar hefur fengið að hljóma á meðan leikjum stendur og hafa aðstandendur error.et oftar en ekki tekið undir með Jandra litla sem kann svo sannarlega að gleðja fjöldann.
Besti ökuþór(bíll í sd2 og skriðdrekar): Du1.
Du1 er einn af þessum áreiðanlegu spilurum sem má treysta í það að ná í bílinn og keyra hann á sinn stað hverju sinni og þó hann eigi það til að keyra yfir og á gangandi vegfarendur þá verður að segjast að hann er einn sá besti í bransanum.
Vér þökkum fyrir oss.