Já ég ætla aðeins að fjalla um íslensku servarana þ.a.s main og etpro. Það er alltaf verið að tala um hvað íslenskur pub er orðin leiðinlegur, en af hverju er hann lélegri en aðrir public servers ?
Er það bara af því að mórallinn í íslenskum spilurum er ömurlegur. Nei ég held ekki, ég held að það sé margt sem spilar inní það að etpro sé orðinn leiðinlegur.
Td. Þá eru margir sem fara ekki eftir reglum og ef það er einhver td að teamkilla eða bögga aðra players þá er flest öllum alveg sama og þótt að það sé oft reynt að vote kick þessum ofur fyndna gaur þá vote-a allir No.
Ég verð að viðurkenna það að ég prufaði í gær að gera þetta, gá hvað maður getur gert mikið áður en manni er kickað og valdi mér bekkjarbróðir minn sem skot mark og gerði allt sem ég gat til að pirra hann en sá eini sem var ekki alveg sama um þetta var einn eða tveir -SS/ gaurar.
Það þarf að bæta þetta kicka svona leikmönnum sem eru að eyðileggja leikinn fyrir öðrum.
Síðan er það fyrirkomulagið með etpro og etmain, það er ætlast til þess að núbar séu á etmain en þessir “betri” spilarar á pro.
En það er ekki þannig etpro er alltaf stútfullur af núbum og enginn inná main. En allir núbanir flykkjast á etpro af því að það er bara ómögulegt að spila á etmain einu sem sækja þann server eru haxarar.
Svo til að bæta etpro þar líka að bæta etmain. Setja punkbuster og etpro á main, þá komast haxaranir ekki inná etmain og þá geta núbarnir æft sig á etmain eins og þeir vilja á móti svipuðum andstæðingum sem eru kannski ekki þeir bestu.
Og á etpro myndi þessu betri spilarar vera og ekki alltaf vera að væla um að það megji ekki klára obj af því að þeir þurfi að fá XP.
Síðan er eitt sem er alveg lífsnauðsinlegt til að bæta etpro og það er þetta spawnkill, sem kannski myndi lagast ef allir núbanir væru á etmain þá væri kannski ekki svona mikill munur á liðunum.
En það þyrfti kannski ekki að banna spawnkill heldur frekar setja limit á art og soildier.
Fyrst ég er byrjaður er best að klára þetta með smá umfjöllun um möppin en sumir eru að kenna möppunum um hvað serverinn er leiðinlegur, en það er ekki rétt heldur þetta sem ég er búinn að vera að tala um hérna á undan, en það mætti nú alveg breyta um möp td skipta cean út sem ég held að flest allir séu komnir með leið á.
Það væri sniðugt að bæta kannski við einhverjum algengum scrimm möppum á etpro eins og Braundorf. Og á main væri bara fínt að hafa 9 maps og þannig að það er hægt að votum um aðra campaigns.