Spawncamp hefur fengið á sig mjög slæmt nafn i gegnum tíðina vegna þess að það er talið lame i flestum leikjum. En fyrir þá sem finnst það eru þeir einfaldlega i röngum leik. Í ET er þetta nauðsynlegasta tactic í venjulegu matchi milli clana. Flestir góðu leikmennirnir eru lika góðir spawncampers eins og t.d. Sae Potter (medic,eng) eða m.ca (panzer). Í ET heiminum er þetta ekki noob tactic heldur mjög öflug og góð tactic.
Spawncamp er svona góð tactic því hun stoppar að óvinurinn komist i stöður og nær ekki að hjálpa hinum i liðinu. Stoppar liðsauka semsagt það er hugmyndin að spawncampi. Bestu spawncampinn eru samt sem áður gerð með art, mortar og panzer vegna þess að þau gera svokallað splash damage og geta tekið ut marga óvini í einu.
Oft hafa góðu clans sem lenda í því að lenda i spawncampi mjög góða lausn á því. T.d. hefur það oft gerst að Axis haldi brúnni i heilann leik en heyra svo “dinamite planted on fuel dump” þá hafa þeir lenti illa í því og liðið sem þeir héldu að þeir væru að vinna hefur sett tima á þá eða jafnvel unnið.
Auðvitað er hundleiðinlegt þegar eitthvað eins og 6-8 panzers gerist a public en það er bara hlutur sem á eða verður að laga svo að public verði spilanlegt.
Auk þess þessi fjandans xp shuffle. Ef Axis eru að vinna þá kalla allies xp shuffle ef Allies eru að vinna þá kalla axis á xp suffle hver sem er getur séð að í hverjum leik kemur upp xp shuffle eða svipuð vote jafnvel bara kickað þeim sem stendur sig best.
Ef þú vilt verða góður spawncamper, og er góður með panzer, mortar, airstrike eða art skaltu læra a spawntimann svo einfalt er það. Flest góð lið láta liðið sitt vita spawntíman umleið og þeir vita hann.
Þegar þú ert spawncampaður skaltu ekki fara að væla útaf því eins og flestir gera á public, lærðu frekar af þeim t.d. hvar þeir staðsetja sig, hvar þeir setja art og hvenær þeir setja það.
Spawncamp gerir fólk pirrað og það er einmitt það sem óvinurinn vill.
Severe|Mephz & =X= Mephz
Elvar