Góðir leikmenn,
Ég ákvað að nýta match serverinn fyrir pickup leiki sem skipulagðir verða gegnum IRC rás (#etpickup.is), meðan tiltölulega lítil virkni er í skrimm/match spilun. Það er greinilega umframeftirspurn eftir slottum á Pub servernum okkar, svo þetta ætti að brúa bilið ágætlega.
Til að spila þarf eftirfarandi:
<a href="http://static.hugi.is/games/rtcw-et/WolfET.exe" >Enemy Territory</a> [ 258MB ] (duh! :))
<a href="http://static.hugi.is/games/rtcw-et/et_patch_1.02.exe">1.2 Patch</a> [ 3.2MB ]
<a href="http://static.hugi.is/games/rtcw-et/mods/etpro/etpro-2_0_5.zip">ETPro moddið</a> [ 2MB ]
Allt er þetta vitaskuld ókeypis (þar með talinn leikurinn, fyrir þá sem ekki þekkja til). Installerinn og patchinn eru einfaldlega keyrðir, en ETPro unzippað í ET möppuna. Punkbuster verður ekki virkur á match servernum meðan hann er notaður í þetta.
Svona ganga IRC pickups annars fyrir sig:
Leikmenn joina rásina #ETPickup.is og skrifa ‘!add’ ef þeir hyggjast spila. Bot sem þar er staddur bætir þá nafni þeirra í lista á topic rásarinnar eins og sjá má:
(Valeo) !add
* Q3Picktst changes topic to ‘Næst Valeo/./././././././././././ | server: skjalfti30.simnet.is:27961 | ’
Þegar þessi listi er orðinn fullur hóar bottinn í alla og segir þeim að koma sér á server, og tæmir loks topic rásarinnar, svo unnt sé að skrá í næsta leik. Þá tekur við að kjósa í lið, og hefja leika. Þurfi menn að hætta við þátttöku er einfaldlega skrifað ‘!remove’.
Spilað verður Stopwatch, en ekki er ljóst orðið hvort það verður AB eða fullt AB-BA cycle. Ég hallast frekar að AB, svo það sé ekki yfir klukkutíma skuldbinding að skrá sig. Menn geta bara skráð sig strax aftur á IRC, ef stemmning er fyrir meira spili, eða jafnvel spilað BA skv samkomulagi.
Nánari upplýsingar um pickup bottinn/rásir má finna <a href="http://www.hugi.is/quake/bigboxes.php?box_id=34159&more=1#q3pickup">hér</a>, en komin er löng og góð reynsla á þetta fyrirkomulag í Quake heiminum hér á landi. Samtals getum við þakkað þessum botti fyrir alls um 30 Q3A pickup leiki á dag.