Elsku

Það hefur verið dáldil umræða síðustu daga um að setja passa á simnet og hvað útlendingar eru orðnir atkvæðamiklir. Í korki sem hér var sendur inn var einmitt fjallað um þetta. Þá leyfðu sumir sér að segja að það væri búið að tala um þetta og að svarið væri NEI!

Málið er að það er ekkert búið að tala um þetta og eftir skoðanakönnunum sem ég fór yfir, önnur síðan í ágúst og hin í nóv, er nokkuð ljóst að mikill meirihluti manna vill halda þessu liði úti.

Annað sem ég hef tekið eftir síðustu daga er að það hefur verið að koma inn mikið af nýjum leikmönnum þannig að umferðin á Simnet kemur hugsanlega til með að aukast töluvert. Ég hef náttúrulega ekki hugmynd um hvað það eru margir sem hætta en samt hugsa ég að það séu ekki jafn margir og byrja.

Rætt hefur verið um að punkbuster-inn sé ekki á Simnet og að eitthvað þurfi að gera í þeim efnum, ég ætla nú ekki að segja mína skoðun á þeim málum en gæti ekki verið að við þyrftum ekki að hafa eins miklar áhyggjur af þessu ef útlendingar spila ekki á servernum, allavega vil ég trúa að það sé loðið við þá að spila með einhvernskonar hjálpartæki.

Er nú svo komið að varla er hægt að komast á serverinn nánast allan daginn án þess að þurfa að bíða eftir slotti. Kanna ég alltaf þegar serverinn er fullur hversu margir kunnu vera erlendir, eru þá oftar en ekki þrír til fjórir og finnst mér það fáranlegt. Því segi ég að það sé kominn tími til að setja passa á serverinn, ef ekki til að losa um smá pláss fyrir okkur þá til að gera það sem óumdeildur meirihluti wolf spilara vill láta gera. Þ.E.A.S. fá að spila á servernum okkar án þess að vera með einhverjum erlendum gaurum með lélegt ping og eflaust hax, eftir því sem maður er að heyra.

Eflaust eru margir búnir að ákveða að hér sé á ferðinni náungi sem þolir ekki að útlendingar séu þrisvar sinnum betri en hann. Ég get fullvissað ykkur um að svo er ekki, enda hefur mér tekist ágætlega til við að hemja mig þegar á móti betri leikmönnum er spilað og læt ég það ekki á mig fá.

Kv.
Varinn (Addinn)