Wolfenstein: Enemy Territory er sannarlega vel heppnaður leikur, en með smá lærdómsþröskuld. Í þessari grein langar mig að gefa þeim sem eru að byrja í Enemy Territory smá leiðsögn, sem vonandi kemur þeim á stuttum tíma í nógu gott form til að spila á leikjaþjónum án þess að verða sér til skammar.

Fyrst af öllu þarf að skilja að Enemy Territory er ekki bara fyrstu-persónu skotleikur, heldur heldur líka strategíuleikur. Ástæðan fyrir því að það eru tvö lið í leiknum er að LIÐIÐ á að vinna saman að því að leysa ákveðið verkefni. Ef það tekst þá vinnur liðið, ef ekki tapar liðið. ET gengur sem sagt ekki út á að fá sem flest stig, frögg eða annað sem einstakir spilarar geta safnað.
Hegðun góðra leikmanna endurspeglar þetta - það sem þeir gera, gera þeir fyrir liðið. Þú munt komast að því að maður stendur stöðugt frammi fyrir vali, sérstaklega um það hvernig skal ráðstafa hinum dýrmæta “power bar”. Ef ég er Covert Ops - ætti ég þá að nota orku mína til að taka búning, eða henda reyksprengju til að byrgja óvininum sýn?

Mundu að þú átt að hjálpa liðinu að leysa ákveðið verkefni. Enginn ætti að láta sjá sig inni á server fyrr en hann er búinn að kynna sér öll borðin, veit hvert lokatakmarkið er og hvernig er hægt að komast þangað. Einfaldasta leiðin til að gera þetta er að:
- Keyra sjálfur server
- Velja borð
- Vera “Allies” Engineer (nema á Railgun, þar á að vera Axis)
- Fara vel yfir markmiðin í Limbóinu
- Klára að keyra skriðdreka / byggja / sprengja eða hvað sem þarf til að vinna borðið
- Endurtaka þetta fyrir öll borðin sem koma með leiknum.

Sama gildir um hlutverk og vopn; best að prófa í næði þar sem maður drepur ekki 10 liðsfélaga með loftárás eða panzer. Þú ættir að þekkja öll hlutverkin - vita hvað þú getur gert fyrir liðsfélagana og hvað þeir geta gert fyrir þig. Allt sem þú þarft að vita um hlutverk og vopn stendur í handbókinni.
Eina sem ég ráðlegg í þessu er að byrja á einu hlutverki, ná góðum tökum á því og færa sig svo yfir í hin.
“En hvers vegna get ég ekki bara alltaf spilað Soldier með Mortar?”
Vissulega er gefandi að sprengja sama spilarann 4 sinnum í röð þar sem hann hleypur frá spawnstaðnum, en þegar þú kemur inn á server áttu að taka að þér það hlutverk sem vantar - þú gerir það kannski ekki sérlega vel til að byrja með, en oftast er það betra en að enginn geri það.

Smá hint að lokum varðandi þín eigin vopn (lyklaborð og mús):
Sértæk “vopn” fyrir hlutverkin (medpack, ammo, pliers, …) eru á “5” og “6”. Fyrir flesta er dálítið langt að teygja sig þangað og þú gætir þurft að sleppa awsd tökkunum (en það gerir góður spilari auðvitað aldrei). Betra er að nota “q” og “e” fyrir sértæku vopnin.
Ekki nota skrunið á músinni til að skipta um vopn. Það tekur of langan tíma og flestum finnst líka pirrandi þegar medic fleygir óvart í þá handsprengju í staðinn fyrir sjúkrapakka :-)

/K