Mér langar að koma smá umræðu af stað hérna í sambandi við að complaina..
Ég var að spila í gær, bara í góðum fíling. Sörverinn var ný kominn aftur upp og það var leikur í gangi á milli SA. og [CTX], ef ég man rétt, á match sörvarnum þannig að það voru ekki margir inni. Ég var svo heppinn að koma inn akkúrat þegar að south campaign var að byrja þannig að ég ákvað að vera bara með, þrátt fyrir fáa spilara.
Þetta var einstefna frá byrjun að hálfu bandamanna og Axis sáu aldrei til sólar. Við (Axis) töpuðum öllum leikjunum. Maður var náttúrulega orðinn nett pirraður á þessu öllu.
Síðan í Gold rush þá var ég nýbúinn að setja land mine hjá bílnum. Ok og fór síðan bara eitthvað að slátra ;) en síðan kom náttúrulega að því að ég dó. Þegar ég drapst klikkaði ég bara því að það var alveg að koma nýtt spawn.
Rétt áður en ég spawnaði aftur „fór ég í” gaur sem að hét KFC. Hann var líka eng. Og var greinilega að gera það í fyrsta skiptið á ævinni því að hann var að reyna að gera við bílinn. OG VAR AXIS… nema hvað.
Gaurinn var bara þarna eitthvað að hlaupa í kringum bílinn og hleypur á jarðsprengjuna mína. Ég hló auðvitað að honum því hann var svo lélegur hehe. En ég hló ekki lengi því að HANN COMPLAINAÐI MIG!! Sjitt hvað ég varð brjálaður, og drap hann næst þegar ég sá hann, skaut hann í bakið múhaha. Ég veit að ég átti ekki að gera það enn ég kunni ekki að gera svona vót og sá rautt, í bókstaflegri merkingu.
Þegar mappið var búið spurði ég hvernig maður gerði svona vót dót og Antrax starfsbróðir minn (eng.) og félagi sagði mér það. Ég var þá ekki lengi að koma því svo fyrir að gaurinn fengi að fjúka. Þakka öllum sem að veittu mér þann stuðning.
Nú spyr ég ykkur, félagar góðir, hvað finnst ykkur um að complaina?
Auðvitað getur maður gert mistök, mis mikil og mis örlagarík. Eins og að drepa vina eng með airstrike, þegar hann að defuse-a dinamid á second tank barrier í Gold. Það er slæmt.
Hvað um að leyfa þeim sem að drápu mann að sleppa við öll málagjöld? Er það bara rugl eða málið?
Varð að létt þessu af sálinni, ég svaf ekkert í nótt útaf þessu…
Kv.
Varinn (Addinn)