Jæja. Mér datt í hug að koma með smá upprifjun á hvað einkennir alla klassana og hvað maður fær við hvert skill. Ég notaðist við upplýsingar sem ég fann á http://ftp.freenet.de/pub/4players/hosted/et/manual/Man ual/Default.htm .
Vona að þetta komi að góðum notum og að einhverjir get lært eitthvað af þessu. Nógu anskoti langan tíma tók þetta.
Battle sence
Þú færð Battle sence stig á 30 sek fresti og er misjafn hversu mörg stig maður fær eftir framistöðunni á vígvellinum. Þessu er skipt niður í fjóra flokka sem kallast eftirfarandi: „Cold”, „Warm”, „Hot”, „Super-Hot”.
COLD: Ef þú ert í þessum flokki tellstu ekki virkur í bardaganum þ.e.a.s. þú hefur hvorki meiðst, drepið eða bara einfaldlega drepist, en það er nóg til að vera „kaldur”. Færðu því 0xp stig fyrir þessar 30 sekúndur.
WARM: Núna hefur þér tekist að særa óvin og lifað af á vígvellinum í 30 sek. Fyrir vikið færðu að launum 2xp stig.
HOT: Að þessu sinni hefur þú bæði sært óvin, særst sjálfur og að sjálfssögðu lifað af síðustu 30 sek. Færðu fyrir vikið 5xp.
SUPER-hOT: Núna ertu byrjaður að standa þig almennilega þarna út. Þú er byrjaður að drepa og særast sjálfur og verðskuldar því að kallast „mjög heitur”. Varla þarf að bæta við að þú lifði í 30 sek. Fyrir þetta færðu heil 8xp.
Verðlaunin fyrir að vera með gott battle sence eru svohjóðandi:
Level 1 Battle Sense: Issued Binoculars
Fyrir fyrsta stig fær maður sjónauka (kíki) sem að maður getur notað til að kanna svæði óvinanna. Einungis er það þó Covert Ops sem að geta spottað landmines.
Level 2 Battle Sense: Improved Physical Fitness
Þegar maður nær öðru stigi er endurhleðsla of the „Stamina bar” 160% hraðari en venjulega.
Level 3 Battle Sense: Improved Health
Nú hefur reynsla þín á vígvellunum aukið líf þitt um 15 stig.
Level 4 Battle Sense: Trap Awareness
Þrátt fyrir að vera ekki Covert Ops getur þú nú skynjað jarðsprengjur óvinanna. Allar jarðsprengur innan ákveðins radíus sjást sem gangsæjar útlínur í sjónsviði þínu. Þó getur þú ekki spottað þær fyrir þá sem að eru með þér í liði, nema að sjálfsögðu að þú sért Co Ops.
Ég held að ég hafi farið rétt með allt varðandi Battle Sence-ið
Light Weapons
Til Light Weapons flokkast, skammbyssur, hnífur, Thomson*, MP40*, Sten*, M1 grand* og K43* sem ekki hafa scope. Drepir þú með vopni sem flokkast myndi sem Light Weapon fengir þú 5xp fyrir headshot. En hann 3xp fyrir að skjóta annarsstaðar í líkamann, eða drepa með grennsu (það á ekki við um riffil-grennsur). Eins og með flesst annað þá þróst skillin í þessum vopnum líka.
* = tveggja-handa-vopn.
Level 1 Light Weapons: Improved use of Light Weapon Ammunition
Þegar þú spawnar er með einnu skothylki meira en venjulega.
Level 2 Light Weapons: Faster Reload
Nú hleður þú vopnin þín 35% hraðar en þú gerðir áður.
Level 3 Light Weapons: Improved Light Weapon Handling
Núna dreifast skotin (spreyjast) 35% minna með hriðskotabyssum og skammbyssur slá (hrökkva aftur) helmingi minna.
Level 4 Light Weapons: Dual-Wield Pistols
Nú getur þú valið að hafa tvær skammbyssur í stað einnar.
Heavy Weapons
Til þungavopna teljast Mg42, Panzerfaust, Mortar og Flamethrower. Maður fær 3xp fyrir hvert kill með þessu vopnum. Maður verður síðan betri með þau eftir reynslu. Uppfærslurnar eru svona:
Level 1 Heavy Weapons: Improved Projectile Resources
Nú tekur það aðeins 1/3 af orkuslánni að skjóta með mortar eða Panzer.
Level 2 Heavy Weapons: Heavy Weapon Proficiency
Það tekur núna helmingi styttri tíma fyrir Mg42 að kólna, hvort sem hún er mobile eða emplaced.
Level 3 Heavy Weapons: Improved Dexterity
Hraðinn hefur aukist. Þú hleypur reyndar enn hægt þegar þú ert að „skjóta” úr flamethrower en ef þú ert bara að færa þig á milli staða með hann, eða hin þungavopnin, þá hleypur þú mun hraðar en venjulega.
Level 4 Heavy Weapons: Improved Weapon Handling
Nú getur þú haft vopn sem krefst að nota tvær hendur í einu af slotnunum sem eru fyrir einnar-handar-vopn. Þetta þýðir að þú getur t.d. haft mp40 og Mg42.
Covert Ops
Sérstaða: er með Smoke Grenade og Satchel Charge og getur dubúist.
Hver Land Mine spottuð = 3xp
Að dulbúast = 5xp
Að drepa með Satchel Charge = 5xp
Að sprengja Objective með Satchel Charge = 7xp
Covert Operations Level 1: Improved Use of Scoped Weapon Ammunition
Hver Ammo kassi sem þú pikkar upp frá Field op eða Ammo cabinet inniheldur eitt auka skiothylki fyrir þá byssu sem þú ert með sem er með kíki.
Covert Operations Level 2: Improved use of Sabotage and Misdirection
Þegar þú notar Smoke Grenade eða Satchel Charges notar þú aðeins 1/3 af orkunni sem þú notaðir upphaflega. (Af orkuslánni).
Covert Operations Level 3: Breath Control
Þegar þessu leveli er náð slá byssur með kíkjum helmingi minna og ef ég skil þetta rétt eykst nákvæmnin í skotunum einnig um 50%.
Covert Operations Level 4: Assassin
Nú getur þú drepið með einni hnífsstungu í bakið.
Field Ops
Sérstaða: Að getað gefið ammo og kallað á Airstrike og Artillery strike.
Láta einhvern fá Ammo = 1xp
Hver drepinn óvinur með Air strike = 3xp
Hver drepinn óvinur með Artillary stike = 4xp
Objective eyðinlagt með öðru hvoru = 5xp
Signals Level 1: Improved Resources
Í hverjum ammo kassa sem þú gefur er nú auka skothylki og kassinn tekur nú bara 15% af orkuslánni, í stað 25%.
Signals Level 2: Improved Signals
Í stað þess að tæma orkuslánna eins og venjulega, þegar þú kallar á Air eða Artillery skrike, tekur það núna einungis 2/3.
Signals Level 3: Improved Air and Ground Support
Núna kemur koma tvær flugvélar þegar þú kalla á Air Strike og Artillery Strike-in endast helmingi lengur.
Signals Level 4: Enemy Recognition
Núna getur þú komið upp um óvini í dulargervi með því einu að setja miðið á þá. Við þetta sjást þeir á radarnum hjá liðsfélugum þínum og það kemur (held ég) „Enemy in Disguise” í talstöðinni.
Medic
Sérstaða: Geta lífgað við og gefið sjúkrakassa.
Fyrir hvern Health kassa sem einhver tekur = 1xp
Fyrir hverja upplífgun = 4xp
Level 1 First Aid: Medic Ammo
Læknar fá auka skothylki og grennsu í upprunalega lód-outið.
Level 2 First Aid: Improved Resources
Byrjar með tveimur sprautum meira en venjulega og getur ofan á það bætt við þig tveimur í viðbót, auk þess sem sjúkrakassar taka núna aðeins 15% af orkuslánni í stað 25%.
Level 3 First Aid: Full Revive
Núna fær sá þú endurlífgar fullt líf strax.
Level 4 First Aid: Adrenalin Self
Nú fær þú adrenalín sprautu. (Til að nota hana ýtir þú tvisvar á 5 (by default) og skýtur svo). Við þetta missir þú helmingi minna líf en venjulega og þú missir ekkert þol, þó þú sprettir.
Engineer
Sérstaða: Getur byggt, gert við og aftengt. Einnig sett jarðsprengjur og dínamíd.
gera við bíl= 3xp
búa til MG= 3xp
Búa til MG nest= 5xp
skemma objective= 10xp
Riffle grenade kill= 3xp
land-mine kill= 4xp
dínamít kill=4xp
gera óvina mine óvirkt= 4xp
gera óvina dínamít óvirk= 6xp
Level 1 Engineering: Improved use of Explosive Ammunition
maður fær auka riffil grensur.
Level 2 Engineering: Improved Dexterity
maður getur disarmað óvina mine/dínamít helmingi hraðar.
Level 3 Engineering: Improved Construction and Destruction
nú þarf maður bara að eyða 1/3 af bowerbar minna í hvert skipti sem maður notar mine/dínamít.
Level 4 Engineering: Issued Flak Jacket
aðeins bestu eng. sem hafa sannað sig á bardagavellinum fá jakka (Flak Jacket) sem dregur úr skaða sprengivopna um 50%.
Ég skrifaði ekkert um Soldier-inn en í staðinn fjallaði ég um Heavy Weapons, sem eru aðaleinkenni hins tíbíska Soldiers.
P.s. Ég leyfði mér að nota það sem PaZZ skrifaði um Engineer.
Kv.
Varinn (Addinn)