Kom í ljós að allir 3 voru að nota proxy server fyrir Internet Explorer.
Það er því nokkuð ljóst að proxy stillingar í Internet Explorer hafa áhrif á MSN messenger.
Annað, ég væri til í að fá smá feedback frá ykkur um hin ýmsu forrit sem þið hafið prufað, svo ég geti prufað þau og sagt frá á þessari síðu. Þá er ég helst að tala um lítil ókeypis tól sem hafa létt ykkur lífið á einn eða annan hátt :)
Ég er þegar búinn að fá nokkur skilaboð um hin og þessi tól, og mun koma með einhverjar greinar á næstunni.
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.