Forritið sem ég hef að sýna ykkur núna heitir JDiskReport1.2.1 og er búið til af <a href="http://www.jgoodies.com/“>JGoodies</a>, en þeir sérhæfa sig í Javaforritun.
Þetta forrit er algerlega ókeypis og hefur reynst mér mjög vel.
Hvað gerir svo þetta skemmtilega forrit?
JDiskReport athugar skráarstærðir í tölvunni þinni og setur upp í falleg súlurit eða lagkökur.
Með þessu forriti getur þú athugað hvað er að taka ónauðsynlegt pláss á tölvunni og þannig aukið pláss á hörðu diskunum þínum.
Að nota þetta forrit er mun auðveldara en að athuga properties á hverjum einasta folder í leit að stórum folderum. Þetta athugar alla foldera og subfolders.
Það er mjög auðvelt að rata um í forritinu og engar sérstakar stillingar sem þörf er á að taka fram.
Maður einfaldlega segir forritinu að athuga Filetree, og velur svo hvað skuli athuga.
Það tekur smástund að skyggnast um í tölvunni og fær forritið smá mínus fyrir það, en við viljum auðvitað að allt gerist eins og skot :)
Meðfylgjandi eru skjáskot af notkun minni á þessu bráðskemmtilega forriti.
1. Athugun á Q: drifinu.
<img src=”http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=jdisk1.jpg“>
—–
2. Athugun á breytingum á skrám.
<img src=”http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=jdisk2.jpg“>
—–
Eins og þið sjáið, þá er þetta forrit alveg gríðarlega einfalt og mæli ég sterklega með því.
Forritið er hægt að ná í á heimasíðu <a href=”http://www.jgoodies.com/">JGoodies</a>.
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.