Eins og sumir hafa uppgötvað, þá hafði glugginn einhverja maximum breidd uppá 80 punkta eða eitthvað álíka hýrt.
Það var samt hægt að lengja hann og stytta, en það kom að litlu gagni þegar maður var að nota langar skipanir, eða lesa output úr forritum sem fóru umfram þessa maximum breidd.
Allavega!
Til þess að stækka þennan bölvaða glugga:
1. Hægrismellið á gluggabarið(sem minimize, maximize og close takkarnir hvíla á).
2. Veljið properties.
3. Farið í layout flipann.
4. Hækkið töluna sem er í kassanum ‘size’ undir Window Size kaflanum.
+ Núna er hægt að nota langar skipanir, gott fyrir þá sem eru með mikla upplausn og svo framvegis.
- Ef maður minnkar gluggann, þá helst ‘virtual’ stærðin samt, sem gerir það að verkum að skipanirnar halda áfram, í stað þess að birtast í næstu línu fyrir neðan. Þetta getur fólk samt lagfært með því að breyta stækka og minnka gluggann aðeins.
Ef þið eruð með betri aðferð, endilega látið heyra í ykkur.
Svo langar mig að athuga hvort fólk vilji fá einhver software reviews í þennan kubb?
Þá á ég við ýmis sniðug ‘ókeypis’ forrit fyrir windows sem geta hjálpað til við diagnostics, administration omfl.
:) izelord.
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.