Mikið hefur borið á því undanfarið að fólk hefur verið að fá óumbeðnar auglýsingar á skjáinn hjá sér í formi windows upplýsingaglugga.
Þarna eru skinkufyrirtæki að misnota sér windows messenger service sem er enabled sem default á öllum NT5.x vélum.
Hægt er að slökkva á þessu service, bæði tímabundið sem og fyrir fullt og allt.
Slökkva á messenger tímabundið
-> Smellið á start
-> Smellið á run
-> Skrifið cmd
-> Skrifið net stop messenger
Núna er messenger service ekki í gangi lengur. Hægt er að ræsa það aftur með álíka aðferð.
-> Skrifið net start messenger í cmd gluggann.
Ath að messenger ræsist aftur við ræsingu vélar.
Slökkva á messenger
-> Hægrismellið á my computer
-> Veljið Manage
-> Veljið Services and applications í vinstri gluggahelmingi
-> Tvísmellið á Services í hægra gluggahelmingi.
-> Finnið Messenger í listanum, tvísmellið svo á hann.
-> Farið í Startup type á miðjum glugganum og veljið þar Disabled
-> Ýtið núna á OK og lokið glugganum.
Núna er messengerinn disabled en líklegast ennþá í gangi. Slökkvið á honum með því að nota “tímabundnu” aðferðina.
Hann mun ekki lengur ræsast sjálfkrafa við endurræsingu.
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.