*** ALLT HÉR Á EFTIR ER Á ÁBYRGÐ ÞESS SEM ÞETTA FRAMKVÆMIR, EN EKKI Á ÁBYRGÐ GREINARHÖFUNDAR ***
(semsagt, ef tölvan fokkast… látið vera að senda mér hatemail)
Aðferðin:
Venjulega myndum við eyða Messenger með add/remove programs. það er bara eitt vandamál…
messenger finnst ekki í add/remove programs.
SVEI!
Windows heldur uppi lista með öllum aukahlutum og stuffi í skrá sem kallast Sysoc.inf í C:\windows\inf
Sumir af aukahlutunum í [Components] kaflanum (þar á meðal messenger), eru merktir með hide.
Til að geta séð þessa hluti í add/remove programs, verður þú að fjarlægja feluskipunina. Það er gert á eftirfarandi hátt.
Fyrst skaltu vera viss um að windows sýni faldar skrár.
Opnaðu My computer, farðu í tools- > Folder options. Opnaðu flipa sem kallast View og hakaðu við “Show hidden files and folders”. Einnig skaltu afhaka línu sem kallast “Hide protected operating system files”. Ýttu á OK
Næst skaltu fara í C:\windows\inf , opnaðu þar Sysoc.inf með notepad(það ætti að vera nóg að tvísmella).
Finndu þar línuna
msmsgs=msgrocm.dll,OcEntry,msmsgs.inf,hide,7
Eyddu orðinu hide úr þessari línu, ekki snerta kommurnar.
Vistaðu og lokaðu skránni.
Næst skaltu opna Control Panel. Farðu þar í add/remove programs. Opnaðu þar Add/Remove Windows Components.
Windows Messenger ætti núna að birtast á listanum.
Einnig skal hafa það í huga að hægt er að gera sama hlutinn við aðra aukahluti í windows með því að fylgja sömu þrepum.
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.