Tja, sumir hata þetta dót (þar á meðal ég). Þetta dót er frekar pirrandi (að mínu mati) og frekar erfitt að fjarlægja. Hérna er þó aðferð sem ætti að duga þeim sem ekki geta fjarlægt þetta með standard aðferð (add/remove programs).

*** ALLT HÉR Á EFTIR ER Á ÁBYRGÐ ÞESS SEM ÞETTA FRAMKVÆMIR, EN EKKI Á ÁBYRGÐ GREINARHÖFUNDAR ***
(semsagt, ef tölvan fokkast… látið vera að senda mér hatemail)


Aðferðin:
Venjulega myndum við eyða Messenger með add/remove programs. það er bara eitt vandamál…

messenger finnst ekki í add/remove programs.

SVEI!

Windows heldur uppi lista með öllum aukahlutum og stuffi í skrá sem kallast Sysoc.inf í C:\windows\inf

Sumir af aukahlutunum í [Components] kaflanum (þar á meðal messenger), eru merktir með hide.

Til að geta séð þessa hluti í add/remove programs, verður þú að fjarlægja feluskipunina. Það er gert á eftirfarandi hátt.

Fyrst skaltu vera viss um að windows sýni faldar skrár.

Opnaðu My computer, farðu í tools- > Folder options. Opnaðu flipa sem kallast View og hakaðu við “Show hidden files and folders”. Einnig skaltu afhaka línu sem kallast “Hide protected operating system files”. Ýttu á OK

Næst skaltu fara í C:\windows\inf , opnaðu þar Sysoc.inf með notepad(það ætti að vera nóg að tvísmella).

Finndu þar línuna

msmsgs=msgrocm.dll,OcEntry,msmsgs.inf,hide,7

Eyddu orðinu hide úr þessari línu, ekki snerta kommurnar.
Vistaðu og lokaðu skránni.

Næst skaltu opna Control Panel. Farðu þar í add/remove programs. Opnaðu þar Add/Remove Windows Components.

Windows Messenger ætti núna að birtast á listanum.

Einnig skal hafa það í huga að hægt er að gera sama hlutinn við aðra aukahluti í windows með því að fylgja sömu þrepum.
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.