Opna regedit:
Þú ýtir á “Start” hnappinn neðst til vinstri og ferð síðan í “Run…” og slærð inn “regedit” án gæsalappanna.
1. Neyða notendur til að vera með klassíska Start-valmyndina(eingöngu Windows XP)
Ef þú vilt einhverra hluta vegna ekki leyfa notendum að vera með nýju Start-valmyndina sem fylgir með Windows XP, opnaðu regedit(sjá efst) og farðu á HKEY_CURRENT_USER\Software\Microsoft\Windows\CurrentVersion\Policies\Explorer, búðu til DWORD value sem heitir NoSimpleStartMenu og hafðu gildin eftir því hvað þú vilt hafa, 1 til þess að hafa þetta á og 0 til þess að slökkva á vörninni.
2. Slökkva á innbyggða brennaraforritinu í Windows XP(eingöngu Windows XP)
Ef þú ætlar að setja inn Nero, Easy CD Creator eða einhver önnur skrifaraforrit, þá borgar sig að gera þetta trick. Opnaðu regedit(sjá efst) og farðu á HKEY_CURRENT_USER\Software\Microsoft\Windows\CurrentVersion\Policies\Explorer og búðu til DWORD value sem heitir NoCDBurning og hafðu gildið 1 til að gera brennaraforritið í Windows XP óvirkt og 0 til að virkja það.
3. Gera MSN Instant Messenger óvirkt(Allar útgáfur)
Sumum finnst það pirrandi þegar MSN Instant Messenger forritið er að keyra án þess að hafa beðið um það og er hér trick til að stöðva þau leiðindi. Opnaðu regedit(sjá efst) og farðu á HKEY_LOCAL_MACHINE\Software\Policies\Microsoft\Messenger\Client og búðu til lykilinn PreventAutoRun til þess að stöðva sjálfvirka keyrslu og PreventRun til þess að stöðva keyrslu á þessu forriti algerlega. Hafðu gildið 1 til að virkja og 0 til þess að leyfa Messenger til að keyra.
4. Fela notendanöfn frá login-skjá (eingöngu Windows XP)
Ef þú vilt fela ákveðin notendanöfn frá login-skjánum, skaltu gera eftirfarandi:
Opnaðu regedit(sjá efst) og farðu á HKEY_LOCAL_MACHINE\SOFTWARE\Microsoft\Windows NT\CurrentVersion\Winlogon\SpecialAccounts\UserList og búðu til DWORD value og skýrðu það sama og notendanöfnin sem þú vilt fela og láttu gildið vera 0, en það kemur sjálfkrafa.
5. Loka mörgum forritum í einu (Flest Windows kerfi)
Til að loka mörgum forritum,skrám eða möppum í einu, haltu inni Control takkanum(merktir með “Control”) og veldu það sem þú vilt loka. Síðan hægri-klikkarðu bara og veldur Close.
6. Taka út textablöðrurnar sem gefa ráð fyrir nýja notendur (Windows XP)
Er ekki alveg rosalega pirrandi að fá þessar textablöðrur sem bjóða manni upp á ýmis ráð þegar maður hefur farið í gegnum aftur og aftur. Hér er leið til þess að stöðva það að mestu.
Opnaðu regedit(sjá efst) og farðu á HKEY_CURRENT_USER\Software\Microsoft\Windows\CurrentVersion\Explorer\Advanced og búðu til DWORD value sem ber nafnið EnableBalloonTips og hafðu gildið 0 til þess að koma í veg fyrir textablöðrurnar og 1 til þess að setja þær aftur í gang.
7. Láta Internet Explorer hætta að opna URL í glugga sem er í notkun(Internet Explorer)
Í þetta sinn er þetta ekki regestry tip, að vísu sá ég þetta sem registry tip og ákvað að benda á léttu leiðina. Svona á að gera þetta:
1. Í Internet Explorer, fara í Tools efnisyfirlitið og fara í “Internet Options…”
2. Fara í Advanced flipann
3. Undir Browsing flokknum, sjá til þess að það sé ekki hakað við “Reuse windows to launch shortcuts” og ýta á Ok eða Apply
8. Hvernig á að hindra forrit sem reyna að setja sig upp á meðan þú ert á netinu(Internet Explorer)
Margir munu þakka fyrir þetta en hér er leið til þess að losna við að comet curor.
Opnið regedit(sjá efst) og farið á HKEY_LOCAL_MACHINE\SOFTWARE\Microsoft\Windows\CurrentVersion\Internet Settings\ZoneMap\Domains\
Búið síðan til KEY sem hefur síðun hostsemerekkitil.net en það verður þá HKEY_LOCAL_MACHINE\SOFTWARE\Microsoft\Windows\CurrentVersion\Internet Settings\ZoneMap\Domains\hostsemerekkitil.net
Búið þar til DWORD Value sem ber nafnið * og hefur gildið 4.
Það er líka hægt að gera þetta í sjálfum Internet Explorer.
1. Í Internet Explorer, fara í Tools efnisyfirlitið og fara í “Internet Options…”
2. Fara í security flipann og klikka á Restricted sites og þar á “Sites…” takkann
3. Undir “Add this Web site to the zone:” skrifarðu inn síðuna sem á að vantreysta og ýttu á “Add” hnappinn
Miðað er við að “Restricted Sites” sé á upprunalegum stillingum, til að láta það á upprunalegu stillingarnar, klikkaðu á hnapp sem ber nafnið “Default level”
Til að banna sem dæmi CometCursor forritið, vantreystið eftirfarandi síðum:
cometcursor.com, cometsystems.com, cometzone.com og livecursors.com.
9. Láta status bar sjást í öllum möppum í Windows XP (Windows XP)
Er ekki alveg rosalega pirrandi að status barinn birtist ekki sjálfkrafa þegar þú skoðar möppurnar á harðadisknum þínum í Windows XP? Hér er lausnin (ekki registry) til þess að láta drauminn rætast.
1. Farðu í einhverja möppu
2. Veldu View og sjáðu til þess að það sé hakað við Status Bar
3. Farðu í Tools og Folder Options…
4. Farðu þar í View flipann og stilltu þar á þínar venjulegu stillingar
5. Ýttu á Apply to All Folders og síðan á Ok
Núna ættu allar möppur að vera komnar með Status Bar. Byrjar að virka næst þegar þú opnar nýjan glugga fyrir möppurnar.
10. Láta forrit sem eru hætt að svara stoppa sjálfkrafa (man ekki hvaða kerfi)
Þegar þú slekkur á tölvunni, þá kemur stundum svona “End Task” gluggar og þegar maður er að flýta sér, þá hefur maður ekki tíma til þess að fylgjast með hvort forritin séu að lokast. Hér er registry trick til þess að láta þrjósk forrit lokast.
Opnaðu regedit (sjá efst) og farðu á HKEY_USER\.DEFAULT\Control Panel\Desktop og HKEY_USER\USERID(sjá aðeins neðar)\Control Panel\Desktop og bæta við REG_SZ færslu sem ber nafnið AutoEndTasks (eða breyta því ef það er nú þegar) og hafa gildið 1 til að láta virka og 0 ef þú vilt gera óvirkt.
Síðan er það REG_SZ færslan sem ber nafnið WaitToKillAppTimeout og er venjulega gildið 20000 og er það í millisekúndum og er þá 20 sekúndur. Breytið því gildi eftir því sem hentar.
Þar sem ég nefndi USERID, þá fær hver notandi sem kominn er sérstakt user id sem greinir hann frá öðrum notendum kerfisins. Venjulega gildið er S-1-5-xx-xxxxxxxxxx-xxxxxxxxxx-xxxxxxxx-xxxx og á þeim að breyta ef við erum að tala um fyrir ákveðna notendur. Það sem er í gildinu S-1-5-xx eru hóparnir(Groups) ef maður er að láta þetta eingöngu gerast í ákveðnum hópum.