1. Nokkur keyboard shortcuts:
[win] = Start menuinn
[win] + Break = System Properties
[win] + D = Desktop
[win] + M = Felur alla glugga
[win] + Shift + M = Birtir alla glugga
[win] + E = My Computer
[win] + F = Leita að skrá eða möppu
[win] + CTRL + F = Leita að tölvu
[win] + F1 = Windows hjálpin
[win] + L = Læsir tölvunni ef þú ert tengdur network domaini eða skiptir um user í einkatölvu (aðeins Windows XP)
[win] + R = Run….
[win] + U = Utility Manager
2. Það er ekki smá pirrandi ef þú ert í leik og síðan kemur upp gluggi vegna þess að þú hélst inni lykli í 5 sekúndur. Til að hindra þetta að mestu….
Farðu í Control Panel(My Computer|Control Panel) og í Accessibility Options. Hakaðu af öllu í Keyboard, Sound, Display og Mouse. Í General, hakaðu af Automatic reset, Use Serial Keys.
3. Hvernig á að auka bandvíddina þína(bara Windows XP). Ég póstaði þessu á korkinum og geri það aftur núna.
1. Start-takkinn - run - slá inn gpedit.msc
2. Fara á Local computer policy|Administrative templates|Network
3. Fara á QoS Packet Scheduler í vinstri glugganum.
4. Tvíklikkaðu á limit reservable bandwidth
5. Settu það á enabled og stilltu Bandwidht limit % á 0
6. Lokaðu þessu og farðu á Start|My Computer|Connect To|Show all connections. Hægri-klikkaðu á internet-tenginguna, veldu properties, undir General eða Networking þar sem protocolin eru listuð, sjáðu til þess að QoS packet scheduler er á.
7. Endurræstu tölvuna til að vista breytingar
4. Þegar þú ert í Windows 2000(veit ekki með XP), þá tekur það lengri tíma að fara í þær í gegnum networkið vegna þess að hún þarf að tékka hvort scheduled tasks er í gangi í þeirri tölvu. Til að láta hana hætta að tékka það, gerðu eftirfarandi.
Opnaðu Regedit (Start|Run|Slá inn regedit). Þar ýturðu á CTRL + F sem er find. Ferð á HKEY_LOCAL_MACHINE\SOFTWARE\Microsoft\Windows\CurrentVersion\Explorer\Remote Computer\NameSpace og strokar út {D6277990-4C6A-11CF-8D87-00AA0060F5BF} og alla undirlykla.
5. Hindra viðvörunarbox í að birtast þegar network drive er ekki til(Windows 9x/ME)
Fara á HKEY_CURRENT_USER\Network í regedit og stilla RestoreDiskChecked á 1. Ef það er ekki til, búðu til nýtt DWORD value, kallaðu það RestoreDiskChecked og láttu value vera 1.
6. Sýna öll attachments í Outlook 2002 og Office XP
Það er fátt eins pirrandi og þegar Outlook vill ekki birta ákveðna tegund af skrám sem attachments. Það eina sem þarf að gera er að fara á í regedit HKEY_CURRENT_USER\Software\Microsoft\Office\10.0\Outlook\Security og í Level1Remove er listi yfir skráarendingar sem eru bannaðar. Tæmdu listann(ekki stroka út lykilinn) og þá ætti þetta að vera komið. Ef lykillinn er ekki til, búðu til STRING value og láttu hann heita Level1Remove en láttu hann vera tóman. En ef þú vilt bæta inn á hann, settu skráarendingarnar inn(án punktana) og hafðu semíkommu á milli. Endurræstu Outlook til að þetta taki gildi.
7. Bæta við fleiri serverum sem tímaservera(eingöngu Windows XP og nýrra).
Það eru til forrit sem gera þetta fyrir eldri kerfi en það er betra að nýta sér innbyggða. En þeim sem er sama, þá er hægt að gera þetta svona:
Fara á HKEY_LOCAL_MACHINE\SOFTWARE\Microsoft\Windows\CurrentVersion\
DateTime\Servers í regedit, þar er listi yfir serverana. Það bætir þú bara við serverum með því að bæta við nýjum String value-um og breytir síðan gildinu í (Default) í fjölda servera. Hér eru nokkur stykki timeserverar sem má bæta við:
time.nrc.ca, clock.psu.edu, bernina.ethz.ch og slug.ctv.es
8. Breyta millibilinu sem hún stillir klukkuna eftir time serverum(eingöngu Windows XP eða nýrra).
Farðu í HKEY_LOCAL_MACHINE\System\CurrentControlSet\Services\W32Time\TimeProviders\NtpClient í regedit. Breyttu SpecialPollInterval í þá tölu í sekúndum sem líða á milli þess að hún stillir klukkuna. Þegar þú gerir það, undir base, breyttu úr Hexadecimal í Decimal.
9. Til að láta Desktop vera sér process (Windows 98/ME/2000/XP)
Venjulega þegar explorerinn dettur út, þá dettur desktopinn líka út. Til að láta Windows hafa sér process fyrir desktopinn svo explorer dragi hann ekki niður. Farðu þá á HKEY_CURRENT_USER\Software\Microsoft\Windows\CurrentVersion\
Explorer í Regedit og breyttu value-inu í DesktopProcess í 1. Ef lykillinn er ekki til, búðu þá til nýtt DWORD value og láttu það heita DesktopProcess og hafðu value 1.
10. Þetta tip er bara reminder fyrir ykkur. Þegar það kemur Error reporting, þá mæli ég með því að þið submittið errornum því þá er líklegra að Microsoft leysi vandann. Ef það er alvarleg villa, þá opnast sér gluggi og þú getur submittað e-mailinu þínu og þeir láta þig vita þegar vandinn er leystur. Ef hann hefur verið leystur áður, þá færðu sendan tengil á greinar hjá Microsoft um lausn og/eða nánari skilgreiningu á vandanum.