Ég mun seinna koma með aðeins meira tipsntricks því ég er viss um að mörg ykkar þegar kunna á þessa takka…fyrir utan það að fragman var að lofa mér misþyrmingu ef ég myndi ekki setja aðra inn…ég er líka í eyðu núna(Magga BÖ er veik!) svo ég get byrjað samstundis.
Njótið!
Alltaf að nota backup!!!
#1 fjandi hata maður það ef maður fær document sem lýtur út eins og að capslock takkinn hjá sendanda hafi festst inni.
Það sem þú getur gert er: Bitchslap the sucker, taktu textann og settu inn í Msword, Highlightaðpu hann og ýttu á SHIFT+F3 þar til textinn er góður.
#2. Annað MSword tip: til að fá lowercase: CTRL + SHIFT + 0(ekki á numpad) uppercase: CTRL + +(ekki á numpad). Þetta er betra en að fara í format-> fonts-> highlight-> ok…
#3. Stundum gerist það að einhver gluggi birtist fyrir utan skjásvæðið þitt. Það er verulega pirrandi þar sem marr á erfitt með að nota þennan glugga. Þetta skaltu gera: Veldu gluggan með því að annaðhvort klikka á iconið í statusbarnum eða nota alt+tab, svo skaltu ýta á ALT+SPACE, svo ýtiru á M. Núna ættiru að geta fært gluggan með örvatökkunum. Það er líka hægt að hægri klikka á iconið í statusbarnum, velja move og svo færa gluggan með örvatökkunum.
#4 Stundum ef músin virkar ekki eða þá að maður er að reyna að spara sér tíma þá notar maður TAB til að velja hluti. Vandamálið er að ef maður ýtir of oft á TAB þá þarf maður að fara allan hringinn aftur. Það er líka hægt að nota SHIFT+TAB til að tabba afturábak.
#5 Til að láta explorer opna folder eða eitthvað annað í new window, þá er hægt að halda inni SHIFT eða CTRL þegar maður tvíklikkar.
#6 Það er hægt að láta windows leita að *.zip fælum sem innihalda ákveðna fæla. Farðu í Find, skrifaðu *.zip í name og skrifaðu nafnið á þeim fæl sem þú vil leita að í “containing text”.
#7 Í windows 95 er hægt að komast framhjá login skjánum með því að ýta á ESC eða cancel. Þessu er hægt að breyta! þú þarft að nota regedit->HKEY_LOCAL_MACHINE \ Network \ Logon , finndu núna hægra megin value sem kallast “MustBeValidated”, breyttu tölunum(sem eru í hex) í “01 00 00 00” .
#8 Ef þú ert með win9x þá er gott að kópera folder sem kallast “win95” (eða win98) yfir á harðadiskinn. Þá þarftu ekki að ná í geisladiskinn til að breyta einhverju í windows. Þetta vissu flestir, en það sem þeir vissu ekki var þetta: þú átt væntanlega eftir að fá villuna “insert win9x cdrom eitthvað blablabla” og svo þarftu að sýna tölvunni hvar fælarnir eru á harðadisknum.
Það sem þú gerir er: opnaðu regedit-> HKLM \ Software \ Microsoft \ Windows \ CurrentVersion \ Setup \ SourcePath=“c:\win95\” (það er að segja ef þú ert með fælana þarna og ert með windows95)
#9 Þú getur lokað mörgum explorer gluggum í einu með því að halda SHIFT inni þegar þú lokar einum.
#10 Í article Q223294 hjá microsoft stendur að ef þú ert með win98 og meira en 64 mb ram: Opnaðu system.ini, farðu á kafla [386Enh] og búðu til línu þar sem stendur: “ConservativeSwapfileUsage=1” (án gæsalappa auðvitað) Núna skaltu endurræsa vélina og athuga hvort kerfið sé betra núna.
********************** Ég tek _ENGA_ ábyrgð á þeim sköðum sem notendur kunna að valda tölvum sínum **********
Það besta sem guð hefur skapað er nýr dagur.