Það kannast allir við það þegar maður downloadar að það kemur alltaf fram allt önnur mappa en maður downloadar venjulega í og er það rosalega pirrandi. En núna ætla ég að sýna þér hvernig á að breyta þessari default möppu í möppu að eigin vali.
Opnaðu forrit sem heitir regedit (ferð í start/run… og slærð inn regedit).
Ferð síðan í [HKEY_CURRENT_USER\Software\Microsoft\Internet Explorer] og þar breyturðu lyklinum Download Directory í möppuna sem þú vilt að downloadist í (muna eftir gæsalöppum fremst og aftast í slóðinni). Ef lykillinn er ekki til, þá geturðu búið hann til með því að búa til nýtt String Value, skýrir það Download Directory og slærð inn þá möppu sem þú vilt að allt downloadist í og hefur möppuna í gæsalöppum. Ef þetta byrjar ekki að virka strax, þarftu að endurræsa Windowsinu eða logga þig út.