Ég var að uppfæra tölvuna mína um daginn og ég er enginn tölvusnillingur ég meina það að ég kann að setja inn leiki og leika mér í þeim og að fara á netið en annað kann ég ekki.
Ég setti í hana 1300 mhz pentium 4 128 mb með GF4Ti4200 kort en hún hökktir svo mikið og segir alltaf virtual memory too low.
Hvað er hún að bulla.Er þetta eitthvað stillingar atriði með windowsið eða hvað ég er nátturulega með Windows 2000 pro og mér finnst það ekkert spennandi windows en ég fekk þetta með spennugjafanum.Ég er ekki viss en ég er með Rambus kerfið og ég hef heyrt að það sé mjög gott en kannski vitið þið eitthvað meira heldur en ég.Þetta er að verða svolitið pirrandi þar sem ég spila mikið tölvuleiki og þeir eru ástæðan fyrir því að ég uppfærði tölvuna og það kostaði mig dágóðan slatta og ég er ekki sáttur með það að hún láti svona við mig.Ég er buin að prufa að frgmenta diskinn en ég á eftir að athuga hvort þetta sé einhver vírus að angra mig en ég held að það sé óliklegt að svo sé.
Ef þú veist eithvað um málið mundir þú vilja vera svo vænn að deila því með mér og segja mér hvað ég á að gera.Ég er á því að fara að farga helvítinu en ég er ekki að tíma því eins og er.

Takk fyrir.
Neggi
KV