Ég er í smá vandræðum, þannig er mál með vexti að þegar ég var að installa ad-aware forritinu þá eyddi það út, þegar ég var að installa því, öllum skrám í windows möppunni og svo líka command möppunni. Á tölvunni sem ég var að gera þetta er win98 os, en allavega eftir miklar pælingar og mikið vesen ákvað ég að setja stýrikerfið upp aftur, þ.e. eyða alveg út gamla kerfinu og setja inn aftur. En gera það samt þannig að ég formataði ekki harða diskinn til að tapa ekki öllum gögnunum mínum. Ég fór inn á microsoft heimasíðunna og sá þar að til þess að ég gæti haldið öllum póstinum mínum þá þyrfti ég að gera afrit af file sem heitir outlook.pst (er um 1,7mb að stærð). Ok fínt ég gerði það og setti kerfið upp aftur án þess að tapa neinu af gögnum, nema bara forritum sem skiptir engu máli. En svo þegar ég ætla að importa aftur inn póstinum mínum (í outlook express) þá vill tölvan ekki þekkja þennan .pst file, þ.e. hún segir að það séu engin messages í möppunni sem ég er með file-inn inn í. Er einhver þarna sem gæti mögulega hjálpað einum sem er komin alveg í strand.