Jonfr!
Það er skítlétt að fá hjálp hjá íslenskum Linux gúrúum, en við nennum auðvitað ekki að hjálpa við eitthvað sem hægt er að finna tuturoial um á www.google.com með því einfaldlega að slá inn vandamálið, þá væri svo ótrúlega mikið sem þyrfti að svara að það væri ógerlegt.
Enn.
USB stuðningur er gríarlega mikill í Linux, það þarf bara að compilea þann stuðning inn í kjarnan. USB módem virka, USB wlan kort virka, PCMICA kort virka, nýr vélbúnaður kemur supported oftast daginn eftir (eða jafnvel áður en vélbúnaðurinn kemur hingað til lands).
Ég sé aftur á móti engan tilgang í því að láta innbyggð ADSL módem virka þar sem þau eru einfaldlega drasl.
Fullt af dóti er skrifað sérstaklega fyrir Windows, eins og winmódem. Sá hugbúnaður er skrifaður til þess að virka á Windows og engu öðru. Enn, mikið af dóti virkar líka mun betur á Linux. Dæmi um það eru utanáliggjandi módem, SCSI dótarí og svo má lengi telja..
Auk þess sem þau filesystem sem Linux notast við eru muun betri (já, og ég hika ekki við að segja þetta) og mun þróaðri heldur ein FAT* og NTFS. Auk þess er stuðningur við önnur filesystem gríðarlegur.
Og eitt enn, Linux er ekki hannað fyrir fólk sem notar tölvurnar sínar í að spila leiki og vafra um netið. En STRAX og það á að fara að nota tölvurnar í eitthvað veigameira, eins og netvinnslu, forritun, og nú síðast grafíkvinnslu (dæmi: Í Star Wars EP2 var öll grafík unnin í Linux, og það sama má segja um Star Wars EP3) þá er ekkert vit í því að keyra Windows kerfi og borga einhverja tugir þúsunda fyrir hverja EINUSTU tölvu.
Og svo það sem þið allir failið á..til þess að fá Linux kerfið ykkar til að virka þarf að vinna í því eftir að það er sett upp. Þetta er ekki eitthvað óhugnarlega einfallt kerfi sem gerir allt fyrir þig án þess að þú fáir nokkrum um það ráðið, fragman, ég keyrði eitt sinn Red Hat á þessari vél, strax eftir uppsetninguna var kerfið svolítið flöksúveitandi, en með smá stillingum (og já, lesa nóg) þá komst Red Hat í fínt lag, og keyrði tölvuna mína í nokkuð langan tíma, þangað til ég uppgvötaði aðra dreifingarútgáfu, Gentoo, en eftir þá uppsetningu er kerfið nákvæmlega eins og þú vilt hafa það, enda seturðu kerfið upp sjálfur…
Kveðja,
Ómar K.<br><br>Reason is immortal, all else mortal.
-Pythagoras
Reason is immortal, all else mortal.