Ég postaði hér litlum korki fyrir solitlu síðan um hljóðkortsvandamál sem ég væri í. Ég sagði að það væru alltaf brak og brestir í hljóðinu en það er ekki alveg nógu góð lýsing á vandamálinu sem btw ég er enn að glíma við.
Málið er að ef ég td spila lög þá er eins og það sé rispaður geisladiskur, er alltaf að skippa yfir einhverja sek. osfrv. Svo koma einhver svona aukahljóð með og það er eins og hljóðið leki saman í nokkrar sek.
Þetta vandamál kom upp þegar ég bætti við öðrum hörðum diski í vélina (sem slave). Ég prófaði að taka hann aftur úr þegar þetta kom upp en það var alveg eins, ég er meirað segja búinn að prófa nýtt hljóðkort en það eina sem gerðist var að truflanirnar minnkuðu aðeins en eru enn til staðar.
Einhverjar uppástungur um hvernig ég get lagað þetta??