Jæja, mig langaði bara að gera smá recap eftir að installaði WinXP Pro um daginn.
Það er liðin rúm vika og ég er búinn að vera busy við að installa forritum og uninstalla. Fikta í vélinni og almennt læra mikið.
Tölvan mín var mjög slöpp og óstöðug áður, algert hrúgald sem ég hardbootaði frekar en ekki oft á dag! Á þessari rúmu viku hefur hún frosið einu sinni og ég þurfti að reboota henni áðan útaf einhverju menu böggi sem kom fram.
Að mínu mati ágætur árangur, sérstaklega þar sem þetta skipti sem hún fraus var ég að berjast við að installa antík forriti sem vildi ekki keyra í XP loggaður inn sem pabbi minn (hinn notandinn) á admin passwordinu mínu meðan að ég var loggaður inn í bakgrunni með einhverja 4 prósessa eða svo í gangi. Það er fyrirgefið.
Ekki allt hefur verið rosy. Einhver hugbúnaður hefur ekki virkað en það á við um dót sem fylgdi með vélinni árið 2000. Ekkert til að kvarta yfir. Ég hrærði aðeins í vélinni, breytti tengingum og stillingum varðandi hörðu diskana og DVD drifið og það hefur varla skemmt fyrir.
Vélin virðist örlítið hægari nema í diskvinnslu eftir að XP tók við af ME (hate it!!!). Bætt diskvinnsla skýrist af formati á disk sem hafði ekki verið defraggaður í ár eða svo ásamt því að ég er ekki viss um að hann hafi keyrt á UDMA66 áður eins og hann ætti að gera…
Allt í allt gengur vélin mun betur en áður og þessi litli hraðamunur er fljótfyrirgefinn þegar aukinn stöðugleiki og betra vinnuumhverfi er tekið í reikninginn.
Næsta mission mitt er að fara að velta fyrir mér tengingum og stillingum á hljóðkorti og DVD spilara. Ég er ekki alveg sáttur við hvernig þetta allt virkar saman en þarf líklega að grafa upp SoundBlaster bæklingana til að geta lært það sem máli skiptir.
Oh well, vélin mín virkar betur núna en ný. Idiotinn ég gat sett hana betur upp en þeir sem ég keypti hana frá. Augljóst hvar ég kaupi ekki tölvu aftur.<br><br>“I might wan't a bagel to go with that coffee.” -Paul Smecker (Willem Dafoe) í The Boondock Saints