Sælir nördar.
Ég er með win2k uppsett á ATA100 disk.
Ég var með móðurborð með i440bx chipsetti og Promise ATA100 controller.
Síðan skipti ég um móðurborð og fékk mér þá með chipset i815EP B-step sem styður ATA100. Skellti disknum á móðurborðið og losaði mig við controllerinn. Virtist virka fínt. Gamla win2k uppsetninginn keyrði upp og lagaði sig að nýja móðurborðinu og allt virtist eðlilegt. (Ég var alveg sáttur við að þurfa ekkert að setja stýrikerfið upp á nýtt). Svo fór ég að tékka betur á hinu og þessu og sá þá að transfer mode-ið á ATA100 disknum var á PIO mode. Ég benchmarkaði diskinn og fékk transfer rate upp á einhver 5 MB/sek.
Ég var reyndar líka með ATA66 disk á gamla ATA100-controllernum. Ég er núna með hann á nýja móðurborðinu sem slave á primary ide og hann getur alveg verið á UDMA mode. SKRÝTIÐ!!!???
Ég er reyndar líka með tvö geisladrif sem eru á secondary ide og geta bæði verið á UDMA mode.
Spurningin er…
Hvernig í andsk.. get ég fengið windowsið til að setja ATA100 diskinn minn á UDMA mode. Þarf ég ekki að nota einhverjar bakdyr?
Reyndi að finna eitthvað í registryinu sem væri hægt að fikta í en ekkert gekk.
Ef einhver kann ráð við þessu þá væri það mjööööög vel þegið.
Kveðja Reynir
Spurningin er hvernig í andskotanum get ég