Ég hef enga reynslu á RAID sjálfu en hef einhverja litla þekkingu. Það eina sem þarf til að RAID virki er stuðningur móðurborðsins og tveir nákvæmlega jafn stórir harðidiskar. Helst kaupa þá báða í einu til að vera öruggari með þetta. Tvær tegundir af RAID eru til, ein er sú að hægt er að spegla diskana, gögnin eru skrifuð nákvæmlega eins á diskana og eykur það lestrarhraða þar sem hraði beggja diskanna er notaður. Hin tegundin virkar þannig að skránum er dreift á sitt hvorn diskinn þannig að hvorugur diskurinn hefur sömu gögnin. Það er bara meiri áhætta í því ef annar eða báðir harðidiskuarnir byrjar að eyðileggjast, þá er erfiðara að endurheimta gögnin aftur.
Ef þú ætlar að velja annaðhvort RAID eða SCSI(skússí), ef þú ert að spá í hraðann, þá er RAID betri kostur og líka ef þú ert að spá í verð á diskunum því að SCSI diskar kosta miklu meira. Ég hef heyrt að þeir séu eingöngu 10.000 snúninga en ef þú ert með tvo 7200 diska, þá væri rökrétt að álykta að þú fáir 14400 snúninga.
Þetta var skrifað án ábyrgðar á að þetta sé 100% rétt, réttast er að spyrja einhvern sem þekkir þetta betur.<br><br>—-Fragman póstaði þessu——-
<a href="
http://www.svavarl.com“ target=”fragmanpage“>Heimasíða</a> | <a href=”mailto:fragman@svavarl.com“>Tölvupóstur</a> | <a href=”
http://www.hugi.is/forsida/bigboxes.php?box_type=userinfo&user=fragman“>Skilaboð</a> | <a href=”
http://ut.svavarl.com“>Stöff fyrir Unreal Tournament</a> | <a href=”
http://cs.svavarl.com">Stöff fyrir Counter-strike</a