Sælir Windows gúrúar, ég er með smá vandamál: Málið er að nýlega smellti ég upp XP Professional á Lappann minn (Celeron 700mhz, 128meg RAM, ATI Rage Mobility 8meg skjákort minnir mig, DVD 8x) og eftir þetta upgrade hafa DVD myndir sem áður keyrðu þrælsmooth farið að keyra skrykkjótt og DivX (Hágæða Compression) er orðið óáhorfanlegt vegna þess að hljóð og mynd er ósynchað (vegna þess að video er að decodast hægar en audio).

Hefur einhver nokkra hugmynd um hvernig sniðugt væri að ráða bót á þessu eða hvort það er yfir höfuð hægt án þess að skipta aftur yfir í fyrra OS (WinME/98)?

Rx7<br><br><i>“Give a man fire and he's warm for a day, set fire to him and he's warm for the rest of his life”</i> -TP