M$ er að brillera þessa dagana. Núna síðast neitaði EA (Electronic Arts) að gefa út leiki fyrir X-boxið vegna þess að M$ heimtaði upplýsingar um kaupendur þeirra og núna eru þeir farnir að selja upplýsingar um hotmail notendur sama hvort þeir leyfa það eða ekki.
Þeir sem hafa Hotmail finnst kannski nóg um draslpóstinn sem berst til þeirra. M$ er greinilega ekki á sama máli. Sama hvernig þið skráðuð ykkur hjá Hotmail þá eru núna búið að breyta hakanum ykkar þannig að M$ getur selt aðgang að upplýsingum um ykkur s.s. tölvupóstfang.
Skoðið sjálf undir Options -> Personal Profile ef þið hafið Hotmail tölvupóstfang.
Það besta er að þegar Opera notendur reyna að breyta upplýsingum um sig fá þeir villu. Þegar ég notaði forrit sem plataði MS til að halda að ég væri að nota IE (proxomitron, útskýrt í þræðinum) þá virkaði Opera fínt. M$ vísvitandi skemmir fyrir Opera notendum á heimasíðum sínum.
Af www.slashdot.com