Íslenska QWERTY er verra heldur en hið hefðbundna að því leiti að maður er ALLTAF að nota hægri litlaputta (þæð og allir stafir með kommu), og maður er alltaf að nota hægri vísifingur. T.d. í orðinu “orðunum” notar maður vísifingur fyrir alla takkana “unum”… þetta er fáránlegt.

Ég reyndi að breyta lyklaborðslayoutinu mínu í dvorak þar sem það afgreiðir flest allt þetta vesen en það eru engir íslenzkir stafir! Kann einhver ráð við þessu?

Ég er að keyra á Windows 7 Professional.

Bætt við 28. nóvember 2011 - 14:19
Ég bjó bara til mitt eigið. Fyrir þá sem vilja:

http://uploading.com/files/1edf5565/isl-dvk.rar/