Góðan dag.

Upp á síðkastið hefur stýrikerfið hjá mér (Windows 7) verið að haga sér undarlega hvað músina varðar. Til dæmis gerist það stundum að þegar ég ýti einu sinni á möppu, opnast hún (tvöfalt-klikk ætti að opna). Annað dæmi er þegar ég er í einhverjum fyrstu persónu skotleik. Ef ég held vinstri músarhnappi niður, sem hleypir af, og tek höndina af músinu heldur leikurinn áfram að skjóta (eins og að ég haldi niðri músarhnappinum þegar raunin er önnur).


Fyrirfram þakkir.